Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 24
hafa fundist fimm gjóskulög (Tvl-Tv5)
sem eru 10.800-6000 ára gömul
(Björck o.fl. 1992). Samkvæmt ald-
ursgreiningum (C-14) er aldur næst-
efsta lagsins, Tv-4, um 8900 ár. El'na-
greiningar á þessu lagi eru sambæri-
legar efnagreiningum á lögunum úr
Sogamýri (sjá 2. mynd) og er ekki
ólíklegt að það samsvari öðru þeirra.
SOGAMÝRI/SAKSUNARVATN
í Saksunarvatni í Færeyjum fannst
fyrir nokkrum árum dökkt gjóskulag
sem samkvæmt aldursgreiningu (C-14)
reyndist vera 9100 ± 100 ára gamalt og
eru upptök þess ætluð vera á Islandi
(Mangerud o.fl. 1986). í meðfylgjandi
töflu eru borin saman helstu einkenni
gjóskulagsins úr Saksunarvatni og
Sogamýrarlaganna og á 2. mynd sést
hvar það lendir á FeO'/Ti02-grafi
miðað við Sogamýrarlögin og gjósku-
lagið Tv-4 í Torfadalsvatni. Eins og
fram kemur í töflunni eru útlitsein-
kenni, efnasamsetning og aldur gjósku-
laganna mjög sambærileg. Greinileg
frávik koma þó fram í hlutföllum kísils
(SiO,) og áls (A1203) í neðra laginu í
Sogamýri miðað við hin lögin. Telja
verður að hér sé um marktæk frávik
að ræða. Einnig kemur fram að
Saksunarvatnsgjóskan er heldur fínni en
efra lagið í Sogamýri, sem hlýtur að
teljast eðlilegt ef gert er ráð fyrir
upptökum á íslandi. Út frá þeim
athugunum sem hér hafa verið gerðar
má draga þá ályktun að efra gjósku-
lagið í Sogamýri, fremur en það
neðra, samsvari gjóskulaginu í Saks-
unarvatni.
UMRÆÐA
Um útbreiðslu og þykktardreilingu
Sogamýrarlaganna tveggja er ekkert
hægt að segja með vissu, þar sem
nægjanleg gögn eru ekki fyrir hendi.
Þó er ljósl að útbreiðsla þeirra hlýtur
að vera mikil séu upptökin í Kverk-
ijöllum eða Grímsvötnum, eins og hér
hafa verið leiddar líkur að. A nokkrum
stöðum hérlendis hefur á síðastliðnum
árum greinst gjóskulag/-lög neðst í
jarðvegi eða efst í seti frá síð-
jökultíma sem samsvarað gæti gjósku-
lögunum í Sogamýri. I nokkrum til-
vikum hefur gjóskulag verið tengt
Saksunarvatnsgjóskunni. Nefndar skulu
hér helstu heimildir í þessu sanibandi.
Á Norðurlandi er víða dökkt gjósku-
lag neðst í jarðvegssniðum sem
hugsanlegt er að tengist gjóskulaginu í
Saksunarvatni (Halldór G. Pétursson og
Guðrún Larsen 1992). Einnig hefur
fundist gjóskulag á Austurlandi,
skammt norður af Egilsstöðum, sem
tengt hefur verið gjóskunni í Saksunar-
vatni (Hunt 1992).
I síðjökultímaseti á Hornströndum
hefur fundist vatnsflutt basísk gjóska
sem talin er um 9000 ára gömul (Hjort
o.fl. 1984). Þetta gjóskulag hefur
nýlega verið tengt gjóskulaginu í
Saksunarvatni (Björck o.fl. 1992). Efst
í leirlagi frá síðjökultíma í Grímsnesi,
við Ásgarðslæk, hefur fundist gjósku-
lag sem líklega samsvarar efra gjósku-
laginu í Sogamýri (Magnús Á. Sigur-
geirsson, óbirt gögn).
í lónlyllu í Torfalóni á Markarfljóts-
öræfum eru tvö dökk gjóskulög með
stuttu millibili í henni neðanverðri
(Ingbjörg Kaldal og Elsa G. Vil-
mundardóttir 1983). Gjóskulögin liggja
skammt neðan mólags sem samkvæmt
aldursgreiningu er um 8000 ára gamalt.
Efnasamsetning þessara laga er ekki
þckkt en aldur og innbyrðis afstaða er
svipuð og hjá Sogamýrarlögunum.
I Búðarhálsi, skammt vestan Þóris-
vatns, eru hjallar og skaflar úr gjósku-
ríkum sandi sem taldir eru hafa
myndast þegar ísaldarjökullinn var að
hörfa á þessum slóðum (Ingibjörg
Kaldal 1993). Efnagreiningar benda til
134