Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 67
lægra en 250°C, en við hærra hitastig
verður það snauðara af 180 við um-
myndun (Gregory og Taylor 1981).
Þessar niðurstöður eru í samræmi við
niðurstöður tilrauna og fræðilegra
útreikninga. Af þessu leiðir að við
núverandi aðstæður í Reykjanes-
kerfinu ætti ummyndun að valda 180-
aukningu, andstætt því sem hún í raun
gerir (3. tafla). Annaðhvort hefur því
einhvern tíma ríkt hærra hitastig í
kerfinu eða bergið hvarfast við lsO-
snauðari vökva en nú leikur um kerfið.
Síðari skýringin er talin líklegri af
sömu ástæðum og notaðar voru til að
skýra 180-snautt kvars, þ.e. að háhita-
ummyndunarsteindin amfíból er til
staðar í hverfandi magni. Þessar
niðurstöður, þ.e.a.s. að um Reykja-
neskerfið hafi áður fyrr leikið lsO-
snauðari vökvi, eru í samræmi við
tilgátu Jóns Ólafssonar og Riley (1978),
sem töldu að jarðhitasjórinn á Reykja-
nesi væri tilkominn vegna uppgufunar
á tiltölulega saltsnauðu vatni, sem væri
regnvatn að uppruna en hefði leikið
um mjög saltar og „þungar“ jarð-
myndanir.
Ómögulegt er að meta v/b-hlutfall
Reykjaneskerfisins út frá hlutfalli súr-
efnissamsæta, þar sem líkur bcnda til
að mismunandi vatn hafi leikið um
kerfið á mismunandi tímum.
NIÐURLAG
Samsætumælingar á íslensku vatni
hafa sýnt að allt vatn hér á landi er
regnvatn að uppruna (Gunnar Böðv-
arsson 1962, Friedman o.i'l. 1963, Bragi
Arnason 1976).
Tvívetnisstyrkur vatns hefur verið
notaður hér í hartnær þrjá áratugi til
að kortleggja grunnvatnsstreymi og
skýra uppruna jarðhitavatns. Hlutföll
samsæta í jarðhitavökva eru einkum
gagnleg þegar hægt er að nota þau sem
náttúruleg kenniefni (tracer), ýmist lil
7. mynd. Styrkur súrefnissamsæta í bor-
holusvarfi úr holu RN-8 á Reykjanesi.Til
viðmiðunar er einfaldað jarðlagasnið
hoiunnar sýnt. Oxygen isotope composition
of drill cuttings shown in relation to the
geological profile of well RN-8, Reykjanes.
að leita uppruna vatns eða til að mela
kælingarferli í jarðhitakerfum.
Það eru þó ekki eingöngu samsætur
jarðhitavökvans sem geyma upp-
lýsingar um jarðhitakerfið heldur líka
samsætur bergsins sem vökvinn hefur
leikið um. Rannsóknir hafa sýnt að
súrefnissamsætuskipti eiga sér stað á
milli bergs og vökva í jarðhitakerfum.
Þessi skipti eru háð hitastigi og hafa
því verið notuð til að meta hitastig í
jarðhitakerfum. Með samsætumæl-
ingum á steindum og jarðhilavökva má
einnig lesa breytingar sem átt hafa sér
stað í jarðhitakerfinu með tíma. Mcta
má hlutfall bergs og vatns út frá sam-
sætumælingum og einnig má nota jarð-
hitakerfi sem náttúrulega rannsókna-
stofu til að ákvarða dreifingarstuðla
súrefnissamsæta milli vatns og hinna
ýmsu ummyndunarsteinda.
177