Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 80

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 80
2. tafla. Gróf flokkun nokkurra algengra storkubergtegunda eftir kísilinnihaldi og kornastærð. Kornastærð Kísilinnihald (%SiOJ <45 45-52 52-65 >65 útbasískt basískt ísúrt súrt stórkornótt >1 mm perídótít gabbró díórít granít smákornótt 0,05-1 mm dólerít nn'kró-díórít granófýr dulkornótt < 0,05 mm basalt íslandít ríólít Flokkun bergs eftir kísilinnihaldi og kornastærð er ófullnægjandi. Til þess að vita hvort berg er súrt, ísúrt eða basískt þarf að efnagreina það með tilliti til kísils. Með öðrum orðum er ekki unnt að skera úr um hvaða flokki berg tilheyrir með skoðun á handsýni eða athugun úti við. Réll er að líta á flokkun bergs eftir kísilinnihaldi sem lauslega viðmiðun og að mörk þau sem sýnd eru í 2. töflu séu sveigjanleg að nokkru leyti. Greining bergs í súrt, ísúrt og basískt með skoðun á hand- sýnum byggist á reynslu en ekki því að jarðfræðingar læri að sjá kísil- innihald bergs með berum augum! Steindir í storkubergi Steindum í storkubergi hel'ur verið skipað í tvo meginhópa eftir uppruna, frumsteindir og ummyndunarsteindir. Þær fyrrnefndu myndast um leið og storkubergið verður til við storknun kviku. Ummyndunarsteindir myndast hins vegar síðar, aðallega fyrir áhrif vatns sem fer um bergið og leysir upp frumsteindirnar en myndar um leið ummyndunarsteindir við útfellingu. í sumu storkubergi er ekkert eftir af frumsteindunum en samt má oft þekkja uppruna bergsins á ásýnd þess og efnasamsetningu, en við uppleysingu frumsteinda og útfellingu ummynd- unarsteinda vcrða í flestum tilfellum litlar eða hverfandi breytingar á efnasamsetningu storkubergs. Frumsteindir í öllu algengu storku- bergi eru liltölulega fáar. Þær al- genguslu eru eftirtalin silíköt: ólivín, pýroxen, hornblendi, glimmer, feld- spöt. Af feldspötum eru tveir meg- inflokkar, plagíóklas annars vegar og alkalífeldspat hins vegar. Eins eru tveir meginflokkar pýroxena, ágít og orþó- pýroxen. Þá er kvars algeng steind í sumu súru storkubcrgi. Þrjár fyrst- nefndu steindirnar, ólivín, pýroxen og hornblendi, eru oft kallaðar dökkar steindir eða járn-magnesíum-steindir, en tvær þær síðastnefndu ljósar steind- ir. Glimmer er ýmist dökkt eða ljóst. Ljóst glimmer nefnist múskóvít en dökkt bíótít. í basísku bergi er liltölu- lega mikið af dökkum steindum, um eða yfir 50%. Því er kristallað basískt berg dökkt á litinn. Sumt útbasískt berg er eingöngu gert af dökkum steindum. Eftir því sem magn kísilsýru í storku- bergi vex minnkar hluli dökku steind- anna og hlutur þeirra ljósu vex að sama skapi. I súru bergi eru Ijósu steindirnar yfirleitt um eða yfir 90%. Því er súrt kristallað berg Ijóst á lit. A 7. mynd er sýnt hvernig hHít- fallslegt magn og tegundir steinda breytast frá útbasísku bergi yfir í súrt. Efnasamsetning steindanna breytist um leið eins og sýnl er í 3. töflu. 190
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.