Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 82

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 82
athugana í rannsóknarstofu. Af útlits- einkennum bergs má líka oft draga ályktanir um myndunarhælli storku- bergs og því hafa þessi einkenni jarðsögulegt gildi. Asýnd storkubergs, þ.e. útlit, getur verið mjög mismunandi eftir þeim aðstæðum sem kvikan hefur storknað við, þótt efnasamsetning hennar hafi verið sú sama. Þannig myndar basísk kvika stórkornótt berg við hæga krist- öllun, svokallað gabbró. Smákornótt berg með sömu efnasamsetningu nefnist dólerft en dulkornótt basalt. Komi basísk kvika upp í sprengigosi, þannig að kvikan tætist í sundur unt leið og hún þeytist upp í andrúmsloftið og snöggkólnar, myndast gosaska. Gosaska er yfirleitt glerkennd að mestu vegna snöggrar kólnunar kvikunnar. Með tíð og tíma límist laus gosaska saman og verður þannig að bergi sem nefnist túfl'. Slettur af kviku sem hlaðast upp við gígbarma mynda gjall sem er alsett blöðrum. Ummyndun glers í túffi, sem verður við það að glerið drekkur í sig vatn, gerir það brúnt á litinn. Slíkt túff kallast mó- bergstúff. Við flæðigos undir jökli eða í vatni rnyndar basísk kvika bólstra- berg. í handsýni getur þetta berg verið aiveg eins útlítandi og basalt. Bólstra- berg einkennist af svonefndum bólstr- um, sem gjarnan eru 50-100 cm í þverntál, með þunna, svarta glerkápu á yfirborði og stuðlaðir út frá miðjunni. Við sprengivirkni í vatni eða jökli hrærast saman í einn massa bólstrabrot og gosaska - kannski væri réttara að segja brot af kristölluðu og ókrist- ölluðu bergi. Ef glerið hefur drukkið í sig vatn og orðið brúnt fyrir vikið kallast bergið þursaberg. Fyrstu þrjú nöfnin, gabbró, dólerít og basalt, eru þau sömu og komu fram í bergfræðilegu flokkuninni hér að f'raman, en öll hin heitin byggjast á ásýnd sem réðst af ytri aðstæðum þegar kvikan storknaði. Öll þessi nöfn eru nauðsynleg og þjóna sínum til- gangi. En berg sem kallast túff eða bólstraberg þarf ekki nauðsynlega að vera basískt. Það getur verið súrt. Sé ástæða til að láta koma fram í nafni bæði bergfræðileg einkenni og ásýndar- einkenni er hentugast að nota samsett heili, þar sem fyrri hluti orðsins er bergfræðiheitið en sá síðari ásýndar- heitið, t.d. basalt-gjall og basalt- bólstraberg. Kristöllun bergkviku getur átl sér stað í fleiri en einu þrepi. Dveljist kvika um stund í þró í jarðskorpunni, þar sem hún byrjar að kristallast, geta myndast stórir kristallar. En verði eldgos, þannig að kvikan í þrónni kemst til yfirborðs, storknar afgangur hennar tiltölulega snögglega og myndar smærri korn en kristallarnir sem mynduðust í þrónni neðanjarðar. Storkuberg með dulkorna eða smá- korna grunnmassa inn á milli stórra kristalla nefnist dílótl og stóru krist- allarnir dílar. Dílótt berg hefur ýmist sérheiti, eða þá að nafn steindarinnar í dílunum er haft sem forskeyti fyrir framan bergfræðinafnið. Þannig er basalt með ólivíndílum nefnt ólivín- basalt. Þó er til annað nafn á basalti með ólivíndílum, þ.e.a.s. ef mikið er af þeim, sumir miða við 20%. Slíkt berg nefnist pikrít. Basalt nteð áber- andi ágítdílum (ágít tilheyrir l'lokki pýroxena, sbr. 1. töflu) heitir ankaramít en basalt með feldspatdílum dílabasalt. Það hefur lengi vcrið venja hér á landi að skipta basalti í grágrýti og blágrýti eftir lit, eins og nöfnin gefa til kynna. Margir telja þessa skiptingu óæskilega. Það er einkum tvennt sem áhrif hefur á lit þessa bergs. Annars vegar veðrun og hins vegar magn glers, en hvort tveggja eykur á dökka litinn. Ólivín veðrast auðveldlega og 192
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.