Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 85

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 85
fyrrnefndu steindinni er aðeins eitt Si- alóm fyrir hvert Na-alóm en þrjú í þeirri síðarnefndu. Flest íslenskt storkuberg fellur innan ramma 7. myndar. En á íslandi er einnig til storkuberg sem er undir markmettun fyrir kísil, bæði basískt, ísúrt og súrt. Um þetta berg er fjallað í síðasta kafla þessarar greinar um bergraðir. JARÐMYNDANIR OG BERGTEGUNDIR Jarðmyndun svarar til ákveðins atburðar í jarðsögunni, eins og hraun- lag sem verður lil í eldgosi eða gangur sem myndast við það að bergkvika treðst inn í sprungu og storknar þar. Við jarðfræðikortagerð eru einstakar jarðmyndanir kortlagðar eða syrpur af jarðmyndunum. Einstakar jarðmyndanir geta verið mjög misleitar. Þetta þekkja flestir sem skoðað hafa hraunlög. I apalhraunum er gjallkargi efst, þar sem bergið er glerkennt að meira eða minna leyti, rauður eða svartur á litinn. Þar undir er hraunið jaí'nvel smákornótt, ljósgrátt og stuðlað. Einslaka sinnum er gjall- kargi neðst í hraunlögum. Er svona jarðmyndun úr sömu bergtegundinni? Frá sjónarhóli flokkunar samkvæmt berggreiningu er svarið nei. Það er varla unnt að kalla berg með mjög mismunandi útlit sama nafni. Þetta gæti sumum fundist þversögn. Hraunið allt er til orðið úr sömu bergkvikunni. Vissulega er það svo þegar verið er að glíma við gátuna um uppruna kvikunnar eða skyld atriði að þá skipta ylri aðstæður við storknun ekki máli. Frá sjónarhóli bergfræðilegrar flokkunar mætti því gefa hraunmynd- uninni sama nafnið. Stór innskot úr basísku bergi eru oft lagskipt. Hin basíska kvika er þunn- fljótandi og þegar hún fer að kristallast sökkva kristallarnir til botns, þar sent þeir eru eðlisþyngri en kvikan. Þannig liggja þeir kristallar neðsl í innskotinu sem hafa myndast fyrst en þeir sem myndast í lok kristöllunar liggja olar- lega. Straumar í kvikunni geta valdið því að miseðlisþungar steindir sem eru að sökkva skiljast að. Þannig geta myndast lög úr einni steind eða blöndu af tveinr steindum og þar fram eftir götunum. Hvert lag getur verið frá nokkrum sentímetrum og upp í nokkra metra á þykkt. Innskotið er ein jarðmyndun og það er unnt að kortleggja útbreiðslu þess en það er gert úr mörgum bergtegundum. Það er augljóst að ekki er hægt að kalla kolsvarl lag úr steind eins og magnetíti (járnoxíð með formúluna Fe,04) sarna nafni og annað lag úr grænu ólivíni, þótt hvort tveggja séu hluti af sömu jarðmyndun. Hér er um tvær ólíkar bergtegundir að ræða. FERLI SEM HAFA ÁHRIF Á EFNASAMSETNINGU BERGKVIKU Bergkvika er undantekningalaust orðin til við uppbráðnun á eldra bergi. Það eru aðallega fjórir þættir sem hafa áhrif á efnasamsetningu bergkviku. í fyrsta lagi er það efna- og steinda- samsetning þess bergs sem kvikan verður til úr. í öðru lagi það hversu stór hluti upprunabergsins bráðnar. Eftir að kvikan hefur myndast geta kristalþáttun og meltun breytt efna- samselningu hennar. Lítum fyrst á kristalþáttun og meltun. Eins og fram kom í kaflanum um staðgengni og kristöllun hér að framan er efnasamsetning kristalla sem mynd- ast úr kviku ætíð önnur en kvikunnar sjálfrar. Kristöllun Ieiðir því til þess að afgangskvika breytir stöðugl um efnasamsetningu eftir því sent líður á kristöllun. Breyting á efnasamsetningu 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.