Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 92

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 92
er oftast straumflögótt og þegar slegið er á það með hamri, eða tveim flögum slegið saman, klingir gjarnan í og má oft þekkja bergið á þessu einkenni og straumflöguninni. Dasít er til allvíða, svo sem við Lúdent í Mývatnssveit og í Hálsasveit inn af Reykholtsdal í Borgarfirði. Díórít Díórít er stórkornótt, ísúrt berg. Það er óalgengt hér á landi. Þekktasti fundarstaðurinn er í Lýsuskarði ofan við Lýsuhól á sunnanverðu Snæfells- nesi. I díóríti erlendis eru algengustu steindirnar plagíóklas og hornblendi en steindasamsetning díórítsins í Lýsu- skarði er nokkuð önnur. Af þeim ástæðum væri ástæða til þess að gefa því annað nafn, þólt það hafi ekki verið gert, líkt og ísúrt dulkornótt berg á Islandi hefur verið nefnl íslandít í stað andesíts vegna þess að steinda- samsetning þessara tveggja ísúru dul- kornóttu bergtegunda er talsvert ólík. Dólerít Dólerít er smákornótt basískt berg og hefur sömu einkennissteindir og basalt. Ferskt er það Ijósgrátt en ummyndun gerir það dekkra eins og basalt. Bandarískir jarðfræðingar hafa notað orðið díabas yfir smákornótt basískt berg. Aðrir leggja þá merkingu í orðið díabas að það tákni ummyndað dólerít. Flikruberg Flikruberg er súrt berg sem myndast í svonefndum freyðigosum. Slíkurn gosum var lýst í kaflanum um ásýnd storkubergs hér að framan. Flikruberg þekkist á flikrunum í því, sem eru hálfs til eins sentímetra stórir, útflattir molar í millimassa úr glerkenndu efni. I flikrubergi er oft mikið af framandi bergbrotum sem vafalítið hafa brotnað úr veggjum gosrásarinnar. Ferskt flikruberg er ljóst á lit, eins og ríólít, en það getur orðið rautt eða grænl fyrir áhrif ummyndunar. í freyðigosum aðskiljast gas og kvika í gosrásinni og andrúmsloftinu, án þess að sprengivirkni verði, og úr verður mjög þunnfljótandi blanda þar sem kvikan myndar flyksur eða flikrur umluktar gasi. Þegar þessi þunn- fljótandi blanda sest til afgasast hún og flikrurnar leggjast saman og fletjast út undan farginu sem á þeim hvílir, enda hafa þær ekki náð að storkna. ÖII millistig eru til milli öskulaga og flikrubergslaga annars vegar og milli hraunlaga og flikrubergslaga hins vegar. Þannig geta flikrur runnið saman í eina storku í miðju þykkra laga og bergið jafnvel orðið stuðlað, þótt efsl og neðst í sama lagi séu flikru- bergseinkennin greinileg. Eins geta miðjur einstakra laga verið með flikr- unt en efsti og neðsti hluti þeirra eins og túff, þ.e. harðnað öskulag. Flikruberg er allvíða að finna hér á landi. Þekktir fundarstaðir eru við Húsafell í Borgarfirði og í Berufirði á sunnanverðum Austfjörðum. Gabbró Gabbró er stórkornótt basískt berg og hefur sömu einkennissteindir og basalt. Ólivín er óalgengara í því en í basalti og dóleríti. Yfirleitt er auðvelt að þekkja aðalsteindirnar í gabbrói í handsýni og á sömu einkennum og dfla í basalti. Ólivín, sé það til staðar, getur verið rautleitt á litinn vegna ummyndunar. Hlutföll aðalsteinda í gabbrói geta verið talsvert breytileg. Stafar það af sökki kristalla í bergkviku þeirri sem gabbróið myndaðist úr og veldur því að sumt gabbró er liltölulega ljóst en annað nær svart. Um þetla var sér- staklega rætt í kaflanum um jarð- 202
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.