Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 119

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 119
Kóngakrabbinn ferðast mikið. Sem dæmi má nefna að merktur krabbi fór 300 sjómílur (556 km) á 290 dögum, eða tæpa tvo km á sólarhring að nteðal- tali ef hann hefði farið beinustu leið frá merkingarstað að endurheimtustað, en slíkt gera svona skepnur vafalaust ekki, svo einhvern tíma hefir hann haft lengri dagleiðir. A vetrum heldur kóngakrabbinn sig á 210-370 m dýpi við Ameríku en við Kamtsjatka á alll að 300 m dýpi. Á vorin gengur hann á grynningar við strendur landanna. Þar fer hrygning og frjóvgun fram. Við Kamtsjatka gerist þetta á um það bil 4 m dýpi. Eggin eru fest við halafætur hrygnunnar, eins og venja er hjá tífættum kröbbum. Þar eru þau um ár að klekjast. Lirfurnar eru í svifinu í 7-12 vikur og fer tíminn eftir sjávarhita. Ungu krabbarnir halda sig á grunnsævi þar til á þriðja eða fjórða ári en þá halda þeir í dýpið og koma ekki aftur á grynningarnar fyrr en þeir eru orðnir kynþroska. Kjörhiti fullorðinna krabba er 2-7°C. Fullorðinn kóngakrabbi lifir aðallega á öðrum botndýrum. Efst á matseðli hans eru lindýr og þá einkurn samlokur en einnig eitthvað af sniglum. Næst koma krabbadýr, aðallega hrúðurkarlar, þá burstaormar, skrápdýr, fiskar og þör- ungar. Fleira er nefnt sem í flestum tilfellum er sjaldgæft. Helst er búist við að sá fiskur sem krabbarnir éta sé dauður eða deyjandi á hafsbotni þegar þeir ná honum. Mikill munur er á fæðunni frá einum slað til annars. Má þar nefna að við fjörð einn í Alaska er mikill munur á tegundum fæðudýra eftir því við hvora strönd fjarðarins krabbinn er veiddur. Slíkur mismunur er aðallega skýrður með mismunandi dýrasamfélögum á fæðusvæðunum. Þó er á einum stað sagt frá mismunandi fæðudýrateg- undum á sömu slóðum nteð fárra ára millibili og þcss ekki getið að botn- dýrafánan hai'i breyst þar. I rannsókn við Kodiakeyju við Alaska 1978-79 fundust þörungar í 34,8% af rannsökuðum krabbamögum. Það er langtum nteira en fundist hefir í nokkurri annarri fæðurannsókn. þar sent tíðnin er ol'tast minni en í tíunda hverjum maga. Sumir vilja halda að þörungar lendi ol'last af tilviljun í mögum krabbanna með annarri fæðu. Við Kamtsjatka er talið að ungir krabbar á fyrsta til þriðja ári lifi aðallega á þörungum. Þó eru einnig nefndir hol- separ og eitlhvað fleira óskilgreint. Þör- ungarnir eru fyrst og fremst taldir vera rauðþörungurinn sjóarhrís (Ahnfeltia) en einnig brúnþörungar af ættkvíslinni Sargassum. Rússar voru með hugmyndir um að flytja litla kóngakrabba og sjóarhrís frá Kamtsjatka í Barentshaf. Þeir töldu sig geta skolað allar ásætur af þörungunum nema jitla svampa og mosadýr, en einn af sérfræðingum þeirra hélt því fram að slíkt væri ekki skaðlegt fyrir Barents- hafið. Ekkerl hefi ég séð um fram- kvæmdir á þessum hugmyndum og vonandi hafa þeir hætt við þær, því flutningur á dýrum og þörungum hefir oft reynst illa. Það er því nóg að þeir skyldu flytja kóngakrabbann. Með honum hafa l.d. getað borist sníkjudýr, þó þeir telji sig hafa hreinsað öll dýr og plöntur af skjöldum þeirra krabba, sem íluttir voru. Þess má að lokum geta að samkvæmt rússneskum heimildum eru Japanir eitthvað byrjaðir að rækta kóngakrabba. HELSTU HEIMILDIR Butler, T.H. & J.F.L. Hart 1962. The Oc- currence of the King Crab, Paralithodes camtschatica (Tilesius), and of Litliodes aequispina Benedict in British Columbia. J. Fish. Res. Bd. Canada, 19(3). 401-408. Jewett, S.C. & H.M. Feder 1982. Food and Feeding Habits of the King Crab Para- 229
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.