Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 7
Árni Hjartarson Eldgos eða halastjarna í næstsíðasta hefti Náttúrufræðingsins birtist afar skemmtileg og fróðleg grein eftir Harald Sigurðsson prófessor á Rhode Island sem hét „Halastjörnur og loftsteinar: Óboðnir gestir utan úr geimnum valda ragnarökum“. í grein- inni tæpir Haraldur á deilum vísinda- manna um orsakir þeirra hamfara sem ollu aldauða fjölmargra tegunda dýra og jurta á mörkum krítar- og tertíer- tímabilanna fyrir 65 milljón árum. f þessum deilum skiptust menn í tvær meginfylkingar um hvað valdið hefði þessurn ragnarökum, þ.e. þá sem töldu að loftsteinn eða halastjarna hefði rek- ist á jörðina og hina sem töldu að gífurleg eldvirkni hefði verið að verki. Segja má að Haraldur hafi kveðið þá síðarnefndu í kútinn með rannsóknum sínum (Haraldur Sigurðsson o.fl. 1991). Upphaflega hallaðist hann þó að eldgosakenningunni en í viðtölum sagði hann að það hefði verið af lil- finningaástæðum enda er hann eld- fjallafræðingur. Þótt eldgosakenningin hafi tapað fylgi er fróðlegt að rifja upp helstu röksemdir hennar. Októberhefti bandaríska vísindatímaritsins Scientific American frá 1990 er að hluta helgað þessum deilum. Helstu forsvarsmenn loftsteinakenningarinnar, þeir Walter Alvarez og Frank Asaro, skrifuðu greinina Árekstur úr geimnum (An Extraterrestrial Impact) en leiðtogi eld- gosamanna, franski jarðeðlisfræðingur- inn Vincenl E. Courtillot, ritaði gegn þeim greinina Eldgos (A Volcanic Eruption). DECCAN TRAPS - SUÐURÞREP Meginröksemdir Courtillots voru þær að fjöldauðinn hefði ekki átt sér stað í einni svipan eins og loftsteinakenn- ingin gerði ráð fyrir og þurfti á að halda til að vera sannfærandi. Gögn hans bentu til að hnignun tegundanna og dauði hefði átt sér stað á tugum eða hundruðunr þúsunda ára. Á sama tíma áttu gífurleg eldgos sér stað á Ind- landi. Þá runnu víðáttumikil hraun sem þekkt eru undir nafninu Deccan Traps (1. mynd). Á íslensku mætti kalla þau Suðurþrep. Orðið Deccan er sanskrít og þýðir suðlægur en traps er þýska og táknar þrep eða tröppur. Hraunlögin mynda eins konar þrep í landslaginu líkt og við könnumst manna best við í stöllóttum fjallahlíðum á blágrýtis- svæðum Islands. Deccan Traps er mikil jarðmyndun sem að mestu er gerð úr basalthraun- um en súr og ísúr hraun eru þar einnig. Stærstu basalthraunin þekja meira en 10.000 km2. Þykkt þeirra er víðast á bilinu 10 til 50 m og nær sums staðar 150 m. Víðátlumesta hraun á íslandi, Þjórsárhraunið mikila, er um 1000 km2, eða tíu sinnum minna. Hraunin í Deccan Traps liggja hvert á öðru svo staflinn í heild nær 2400 m þykkt þar sem hann er mestur. Jarðfræðingum reiknast til að upphaflega hafi heildar- Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 1-6, 1993. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.