Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 17
hennar. Olíubrákin, sápukúlan og yfir- borð húðar og fjaðra í dýrunum eru gagnsæjar himnur, án eigin litar. Þegar ljós endurkastast milli yfirborðsflata þeirra eyðast sumir litirnir þar sem mætast inn- og útfallandi bylgjur og toppur á annarri rekst á öldudal á hinni. Aðrir litir magnast við það að saman koma inn- og útfallandi bylgjur í sama fasa. Liturinn breytist eftir því hvaðan er horft á flötinn. LJÓSDREIFING Þá má nefna Ijósdreifingu, sem einn- ig er eðlisfræðifyrirbæri, óháð litar- efnum. Heiður himinn er blár vegna þess að sameindir lofts og vatnsgufu og rykörður í gufuhvolfinu dreifa stuttum bláum Ijósbylgjum en sleppa hinum litunum hjá. Blá augu manna taka lit á sama hátt. Ekkert blátt litarefni er í lit- himnu augans en þegar ljós fellur á það dreifast og endurkastast bláu bylgj- urnar frá örsmáum ögnum í lithimn- unni en dökkur grunnur hennar drekkur í sig lengri Ijósbylgjur. Aðrir litir á augum, svo sem grátt eða brúnt, stafa af melaníni í lithimnunum. Blár litur á rassi og við kynfæri ým- issa apa, í andliti mandríls og fleiri bavíana og á fjöðrum margra fugla stafar líka af ljósdreifingu. Ölduvíxl kalla fram liti með sterkum málmgljáa og blærinn breytist sem fyrr segir eftir sjónarhorni. Sem dæmi má tilgreina gljáandi l'iður stara eða græna kollinn á stokkandarstegg. Ljósdreifður litur er hins vegar eins úr hvaða átt sem hann er skoðaður og aldrei með málmgljáa. Grænn litur á fiskum, froskdýrum, skriðdýrum og fuglum ræðst stundum af grænum litarefnum eða ölduvíxlum. Algengast er þó að í frumum í húð eða fiðri dýranna séu smádropar eða korn sem dreifa ljósi. Utan á ysta frumulag- inu er svo gul himna úr melaníni sem 4. mynd. Mandríll, Papio sphinx. Karl í biðilsbúningi með nef litað rautt af blóð- rauða og kinnarnar bláar af ljósdreifingu. (Encyclopædia Britannica.) síar ljósið og breytir því úr bláu í grænt. Grænskjór, Cissa chinensis, lifir í hitabelti Asíu. I regnskógunum eru skjórarnir grænir en fuglar af stofnum sem hafast við á bersvæði eru bláir. Sterkir sólargeislar hafa bleikt melan- ínið. LITASKIPTI Ýmsar tegundir af eðlum, froskdýr- um, fiskum, krabbadýrum, skordýrum og lindýrum geta skipt litum á skammri stund. I l'rumum í húð þeirra eru korn með litarefnum. Með hormóna- eða taugaboðum getur dýrið breitt kornin út um allt yfirborð frum- unnar, sem við það tekur á sig lit af efninu, eða þjappað þeim saman svo grunnurinn, sem venjulega er hvítur, kemur í Ijós. Litaskiptin takmarkast vitanlega við þau Iitarefni sem í þess- um litberafrumum eru, en þau geta verið mörg í frumum sama dýrs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.