Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 23
BERGSEGULSTEFNA
Járnríkar steindir (járnoxíð, magnet-
ít) sem kristallast í hraunum eru segul-
magnaðar. Við kólnun hraunkviku
„frjósa“ seglarnir í stefnu ríkjandi sviðs
(eða kraftlína). Blágrýti, aðal-
bergtegund íslands, hefur háa segul-
mögnun sem þó er mismunandi mikil,
bæði innan sama hrauns og milli
hrauna. Bólstraberg, sem myndast við
gos undir jökli, í sjó eða vatni, hefur
að jafnaði hæsta segulmögnun. Að
öllu óbreyttu halda seglarnir stöðu
sinni í hundruð milljónir ára en segul-
styrkleiki dofnar með aldri, t.d. vegna
veðrunar bergs. Ummyndun vegna
jarðhita (>100°C) brýtur smám saman
niður segulmögnunina en skilur samt
yfirleitt nóg eftir af upprunalegri segul-
stel'nu hraunsins. Háhitaummyndun,
t.d. á hverasvæðum, brýtur hins vegar
alveg niður upprunalega segulstefnu
bergsins. Fornsegulstefna hraunlaga er
þó mjög víða mælanleg tugmilljónum
ára eftir storknun þeirra.
Segulskipti aðgreina „rétt“ og „öfug“
segultímabil. Þar eð segulskipti verða
samtímis alls staðar á jörðinni er ljóst
að ef sífellt hlaðast upp jarðlög sem
geyma segulstefnu ætti að vera hægt
að rekja eða kortleggja forn segul-
tímabil mjög víða. Með aldursákvörð-
un jarðlaga og mælingu á segulstefnu
þeirra er mögulegt að byggja upp
segúltímatal. Það er mikið verk og
tekur langan tíma að þróa slíkt tímatal.
En þegar það er orðið nógu nákvæmt
ætti að vera hægt að beita því við
ákvörðun á aldri jarðlaga sem varð-
veita forna segulstefnu. Síðustu fjóra
áratugi hefur verið unnið að uppbygg-
ingu segultímatals á Islandi.
Núthna segultímatal byggist fyrst og
lremst á ákvörðun segulstefnu bergs
sem „frosið" hefur í þrenns konar
umhverfi, þ.e. í: a) jarðskorpu á botni
úthafanna, b) hraunlögum sem runnið
2. mynd. Segulskeið, segulmund, segul-
skiptabelti og segulfrávik.
hafa á landi og c) fíngerðum setlögum
sem ýmist hafa fallið út í sjó eða í
stöðuvötnum. íslenska segultímatalið
byggist fyrst og fremst á könnun segul-
stefnu hraunlaga.
Á 2. inynd eru sýnd helstu einkenni
segultímatals: segulskeið (polarity
chrons), segulmund (polarity sub-
chrons), segulskiptabelti (transition
zones) og segulfrávik (excursions). í
dálknum lengst til hægri er sýndur
segulhalli (magnetic inclination) sem er
ýrnist nálægt +90° eða -90° í grennd
við norðurpól, eftir því hvort bergið
hefur „rétta“'eða „öfuga“ segulstefnu.
17