Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 30
segulstefnu hafsbotnsins og hefur það verið staðfest með borunum í hann. Kosturinn við þetta tímatal er sá að það gefur tiltölulega nákvæma mynd af stærstu segultímabilunum og aldri þeirra. Ókosturinn er hins vegar sá að stutt segultímabil (<10.000 ár) hafa til- hneigingu til að greinast ekki. ALDURSÁKVÖRÐUN BERGS J.J. Thompson uppgötvaði geisla- virkni algengra alkalímálma árið 1905. Sú nýjung átti eftir að reynast bylting við aldursákvarðanir á ýmiss konar bergi, þar á meðal blágrýti. Það eru einkum eiginleikar kalíums sem lagðir eru til grundvallar þeirri aðferð sem nefnd er kalíum-argon (K-Ar) aldurs- greiningaraðferð. Þess má geta að einn af upphafsmönnum þeirrar að- ferðar var eðlisfræðingurinn Þorbjörn Sigurgeirsson en hann var jafnframt helsti frumkvöðull bergsegulmælinga við könnun á segultímatali (Páll Theo- dórsson 1989). K-Ar aðferðin byggist á því að kalíum hefur þrjár samsætur, þ.e. 39K 40K og 4IK sem samsvara massatölu 39, 40 og 41. Um 93,08% kalíums er samsæta 39K, 0,0119% er samsæta 40K og 6,91% er samsæta 4IK. 4(,K samsæl- an er geislavirk og við klofnun hennar mynda sumar frumeindir (um 11%) 40Ar og aðrar (um 89%) mynda 40Ca. í blágrýti hér á landi er magn K20 frá um 0,1% til 1,5% af þunga. Til eru þrjár náttúrulegar samsætur argons í andrúmslofti, þ.e. 36Ar (0,34%), 38Ar (0,06%) og 40Ar (99,60%). Gert er ráð fyrir að 36Ar finnist aðeins í andrúms- lofti en ekki í bergi og að allt 40Ar í blágrýtishraunum hafi myndast við klofnun 40K á þeim tíma sem liðinn er frá storknun hraunsins. Helmingunar- tími 40K er þekktur (1,31 x 109 ár) og gefur til kynna hve hratt 40K myndar 40Ar. Ut frá helmingunartíma 40K, magni kalíums í sýni og 40Ar má síðan reikna hve langt er síðan bergið storkn- aði á yfirborði jarðar. 40Ar í bergi er mælt með því að bræða bergsýni svo að losnar um 40Ar. Við þessa lofttegund er blandað þekktu magni af 36Ar og eftir mælingu á hlutfalli 40Ar/36Ar í massagreini er hægt að reikna magn 40Ar í sýninu. Hér er gert ráð fyrir því að vissar forsendur haldist, t.d. að ummyndun vegna jarðhita hafi hvorki losað um 40Ar né hafi það bæst við sýnið frá því hraunið storknaði. 40Ar er að jafn- aði mælt tvisvar til þrisvar í hverju sýni. Tekið skal frarn að framangreind aðferð er mjög vandasöm og ef ekki er gætt mikillar nákvæmni á öllum stig- um greiningar verður niðurstaðan marklítil. Oftast er blágrýti aldursákvarðað út frá magni kalíums í öllu sýninu. Sum hraunlög hafa steindir með hátt magn kalíums, t.d. kalíum-feldspat (efna- samsetning: [KNa]AlSi,08). Þegar slík hraunlög eru aldursákvörðuð er sýnið grófmalað og kalíum-feldspat aðgreint og það síðan aldursgreinl sérstaklega. Kalíum-feldspal er sjaldgæf steind í blágrýti hér á landi en finnst víða í ísúrum og súrum hraunum. Þar sem slíkt berg finnst hér á landi þykir það ákjósanlegra til aldursákvörðunar. Á íslandi finnast einnig aðrar kalíumríkar steindir, þótt sjaldgæfar séu, t.d. bíótít og hornblendi, en þær koma ekki við sögu þegar unnið er að uppbyggingu segultímatals. SEGULTÍMATAL JARÐAR Á 6. mynd er sýnt segullímatal fyrir síðustu 5 milljón ár. Súlan á miðri mynd er gerð af svörtum og hvítum einingum og til hliðar er tími/aldur í milljón árum talið. Svörtu bilin tákna rétt segultímabil en þau hvítu öfug. Lengd þeirra er mjög mismunandi. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.