Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 32
verið segulskeið. N stendur fyrir enska orðið normal sem merkir rétt segul- magnað. Á 6. mynd er nafngiftum fyrir öfug segulskeið sleppt. Að hluta byggist þetta nýja númerakerfi á eldra kerfi þar sem löngu segultímabilin höfðu sérstök númer. Kostur þessa kerfis er sá að auðvelt er að bæta inn nýjum númerum eftir því sem fleiri segultímabil finnast. SEGULTÍMATAL FYRIR ÍSLAND Nokkrar ástæður lágu til þess að vísindamenn sneru sér að Islandi og hófu að byggja upp segultímatal fyrir síðustu 15 milljón ár með könnun á bergsegulstefnu hraunlaga. I fyrsta lagi var talið að upphleðsla hraunlaga hafi ávallt verið mjög mikil og að af þeim sökum væru ekki teljandi eyður í tíma- tali fengnu frá Islandi. I öðru lagi ættu ýmis stutt segultímabil, sem ekki finn- ast á úthafsbotnum, að koma fram á Islandi. í þriðja lagi var talið að fá mætti ferskt berg á Islandi sem hæft væri til aldursgreiningar, en blágrýti hafsbotnanna er yfirleitt verr fallið til aldursákvörðunar vegna ónógs kalí- ums, ummyndunar eða utanaðkomandi argons. Á 7. mynd er sýnt segultímatal fyrir síðustu 15 milljón ár, þ.e. þann tíma sem Island hefur verið að byggjast upp. Á þessum tíma hafa orðið að minnsta kosti 70 segulskipti og enn finnast ný. Segultímatalið fyrir Island er vel þekkt fyrir síðustu 5 milljón ár en af ýmsum ástæðum verr þekkt fyrir tímabilið fyrir 5-15 milljón árum. Berg sem myndast hefur á tímabilinu fyrir 12,5-15 milljón árum finnst t.d. aðeins á norðanverðum Vestfjörðum. Eitt mjög langt segultímabil hefur fundist á Islandi og nefnist það segul- tími 5 (chron 5 eða C5N). Þá var segulstefnan rétt og náði yfir tímabilið fyrir 8,79-10,29 milljón árum og var- aði því í 1,5 milljón ár (Harland o.fl. 1990). Reyndar voru fjögur örstutt tímabil á þessum segultíma þegar segulsvið jarðar var öfugt en það skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið varðandi þennan rétta segultíma er að hann hefur fundist í eldri hluta íslenska jarðlagahlaðans: á Austfjörðum, Mið- Norðurlandi og Vestfjörðum, og reyndar einnig á Vesturlandi. Það sýnir hins vegar vel hver staðan í aldurs- greiningum hér á landi er að segultími 5 hefur allmismunandi aldur á Aust- fjörðum, Norðurlandi og Vestfjörð- um, eða 10,30-8,93, 11,07-9,64 og 10,47-9,29 milljón ár (sjá t.d. Jóhann Helgason 1985). Þessar mismunandi niðurstöður eftir svæðum geta átt sér ýmsar skýringar, en ein þeirra er vafalítið sú að oft ræður tilviljun því hvort hæft berg til aldursgreininga fari saman við segulskipti. Þar sem svo er ekki verður, enn sem komið er, að aldursgreina hæfasta hraunlagið sem næst segulskiptum og nota reiknings- legar aðferðir, l.d. á upphleðsluhraða hraunlaga, til að finna líklegasta aldur segulskiptanna. Önnur vísbending um tiltölulega öra þróun segultímatalsins er sú að nýlegar niðurstöður gera ráð l'yrir að mörk brunhes/matuyama séu 7,8 milljón ár (Cande og Dennis 1992) í stað 7,1 milljón eins og lengi vel hefur verið talið. Stærstu drættirnir í íslenska segul- tímatalinu eru þekktir en mikið verk er eftir við fínni drættina, l.d. nákvæm aldursákvörðun segulskipta á eldri svæðum landsins. Erfitt getur reynst að finna hæft berg til aldursákvörð- unar, þ.e. berg sem kólnað hefur rétt fyrir eða eftir segulskipti. Þetta stafar af því að oftast er aðeins 10. til 20. hvert hraunlag hæft til aldursákvörð- unar. Þá hefur komið í ljós að þær forsendur sem upphaflega var gengið 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.