Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 44
Karl Skírnisson og Helga Finnsdóttir
Hársekkj amaurinn
Demodex canis
finnst á hundi hér á landi
A þeim tæpu fimin árum sem liðin eru
frá því að banni við innflutningi á hund-
um og köttum var aflétt hafa um 130
hundar og 70 kettir verið fluttir til lands-
ins. Innflutningurinn er háður ýmsum
skilyrðum, m.a. heilbrigðisvottorðum frá
upprunalandinu og 8-12 vikna sóttkví í
Einangrunarstöðinni í Hrísey. Þar er fylgst
grannt með heilbrigði dýranna auk þess
sem þau eru rannsökuð með tilliti til
ýmissa sjúkdóma og sníkjudýra.
Þrátt fyrir varúðarráðstafanir er sú hætta
ávallt fyrir hendi að dýrin beri með sér
sjúkdóma eða sníkjudýr í innlend kyn-
systkini að aflokinni sóttkví í Hrísey.
Eftirfarandi dæmi greinir frá sníkjudýri
sem komst þessa leið óáreitt inn í landið.
Um var að ræða hársekkjamaurinn
Demodex canis sem er allalgengt sníkju-
dýr á hundum víða í nágrannalöndunum en
hefur aldrei verið staðfestur hér á landi.
Attfætlumaur þessi fannst á átta mánaða
gömlum bolabít nokkrum vikum eftir að
hann kom úr átta vikna sóttkví í
Einangrunarstöðinni í Hrísey. Þegar vart
varð við allmarga hringlaga bletti á baki
hundsins var farið með hann til dýra-
læknis. Smásjárathugun á húðskrapi af
einum þessara bletta leiddi í Ijós mikinn
fjölda lifandi hársekkjamaura. Bolabítur-
inn var meðhöndlaður með lyfi sem drepur
hársekkjamaura (Taktic<RI) og standa vonir
til að tekist hafi að hindra frekari útbreiðslu
sníkjudýrsins í þetta sinn hér á landi.
I. mynd. Demodex canis er ntaur sem
lifir í hársekkjum hundsins. Fullvaxið
verður sníkjudýrið 0,3 mm langt.
Hársekkjamaurar sjást ekki með berum
augum. Þeir eru langvaxnir (1. mynd) og
kvendýrin aðeins lengri en karldýrin.
Maurarnir halda venjulega til ævilangt í
hársekkjum húðarinnar en geta einnig
tekið sér bólfestu í fitukirtlum. Sýking
verður oftast frá móður til afkvænta og
smitast hvolparnir oftast strax eftir fæð-
ingu. Mest ber á sýkingunum í hvolpum
og ungum hundum. Sýking í eldri hundum
er oft dulin og engin einkenni sjáanleg, en
sumir hundar geta orðið illa úti og jafnvel
drepist. Sýkingartíðni erlendis er mjög
mismunandi eftir landsvæðum og einnig
er vitað að hin ýmsu hundakyn eru mis-
munandi næm (Boch og Supperer 1983).
Lesendum til fróðleiks má geta þess að
allmargar tegundir sníkjudýra, sem ekki er
vitað til að hér séu landlæg, hafa á undan-
gengnum fimm árum fundist í og á
hundum og köttum sem dvalið hafa í sótt-
kví í Hrísey (Sigurður Richter o.fl. 1993).
Sníkjudýrunum hefur verið útrýmt með
lyfjum áður en hundarnir eða kettirnir
voru afhentir eigendum sýnum en full-
komin eyðing á sníkjudýrum er jafnan
erfið. Þessi staðreynd sýnir berlega hætl-
una sem fylgir því að flytja hingað hunda
og/eða ketti eftirlitslaust og ofangreint til-
vik sýnir að ákveðin hætta er fyrir hendi
að hingað berist sjúkdómsvaldar, þrátt
fyrir strangt eftirlit.
HEIMILDIR
Boch, J. & R. Supperer 1983. Veterinár-
ntedizinische Parasitologie. Paul Parey.
533 bls.
Sigurður H. Richter, Karl Skírnisson og
Matthías Eydal 1993. Sníkjudýr f inn-
fluttum hundum og köttum. Dýralœkna-
ritið (í prentun).
PÓSTFANG HÖFUNDA
Karl Skírnisson
Tilraunastöð Háskólans í meinafrœði
Keldum
112 REYKJA VÍK
Helga Finnsdóttir
Dýralœknastofunni
Skipasundi 15
103 REYKJAVÍK
Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls 38, 1993,
38