Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 48
3. mynd. Einfaldað líkan af upphitun grunnvatns og hræringu í háhitasvæði. Yfir kvikuinnskotinu hitn- ar grunnvatnið, en við það þenst það út og fer að stíga. Um leið streymir að kaldara grunnvatn frá hlið- unum inn yfir innskotið, sem síðan hitnar upp og þannig skapast hringrás grunnvatns sem nefnist hræring. Það er grunnvatn- ið sem flytur varmann frá innskotinu og ræður mestu um kælingu þess. Kvikuinnskot eru þó ekki nauðsynleg til þess að koma af stað hræringu grunnvatns. Nægilegt er að hafa leka sprungu sem nær vel niður í heitt berg. Grunnvatn streymir niður í sprunguna á einum stað, hitnar við snertingu við heitt berg og rís svo annars staðar. Á myndinni hér fyrir ofan er aðeins sýnt eitt innskot. Líklegra er þó að varmagjafi háhitasvæða hér á landi sé yfirleitt samsafn smáinnskota. Talið er líklegt að grunnvatn éti sig inn í kvikuinnskot um leið og það kælir þau, þannig að þunnt lag er milli bráðar og neðstu marka grunnvatnsstreymisins. Um leið og upphitun grunnvatnsins tekur til sín varma storknar svolítið af bráðinni og um leið færist þunna lagið niður. Boranir í heitt hraunið frá Eldfelli í Vestmannaeyjum sýndu að kæling þess var með þessum hætti. Hitastigull er mjög mismunandi í efstu lögum jarðskorpunnar. Hæstur er hann á virkum eldfjallasvæðum en lægstur sums staðar nærri þeim svæð- um þar sem skorpuflekar kýtast saman og dragast niður í möttulinn. Þannig vex hiti með dýpi á eldfjallasvæðum upp í 200°C fyrir hvern kílómetra, jafnvel meira í efstu lögum jarðskorp- unnar. Lægstur hitastigull er um I0°C fyrir hvern kílómetra. Orsök hás hita- stiguls í efstu lögum jarðskorpunnar á eldfjallasvæðum er sú að kvika berst upp í jarðskorpuna og hitar hana upp. Niðurstreymi á jarðskorpuefni, sem verður þar sem skorpuflekar kýtast saman, veldur lágum hitastigli. Efstu lög jarðskorpunnar eru yfirleitt lek, þó mjög misjafnlega. Lekt er tvenns konar. Annars vegar sprungur sem myndast við jarðskorpuhreyfingar og hins vegar bil milli korna í set- lögum og svonefndar blöðrur og kæli- sprungur í hraunum. Blöðrurnar eru för eftir gas sem leystist út úr kvikunni þegar hún var að storkna. Kælisprung- urnar verða til við samdrátt í kvikunni þegar hún Storknar. Neðan 3-4 kíló- metra dýpis munu jarðlög yfirleitt vera vatnsþétt. Styrkur þeirra er ekki meiri en svo að þau leggjast saman undan farginu þegar þau liggja þetta djúpt. Urkoma sígur niður í lek jarðlög og myndar grunnvatn. Grunnvatn streymir undan halla grunnvatnsborðs, en í heildina fer grunnvatnsborð eftir lands- lagi. Þannig er grunnvatnsstreymi yfir- leitt frá hálendi til sjávar. Þegar kvika myndar þró í jarðskorp- unni á litlu dýpi, þar sem jarðlög eru lek og geyrna grunnvatn, hitar varminn frá kvikunni grunnvatnið. Við það verður það léttara í sér og rís yfir varmagjafanum en um leið streymir að kaldara grunnvatn frá hliðunum eða ofan frá í stað þess sem rís. Þannig verður til hringrás á grunnvatni, sem nefnist hræring (3. mynd). Það sem 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.