Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 57
eigi uppruna sinn í einu eða fleiri eftir- talinna i'erla: 1. Djúpu streymi grunnvatns frá há- lendari stöðum til láglendari um sprungur eða aðrar lekar jarðmyndanir. 2. Hræringu í ungum sprungum sem myndast hafa við höggun á gömlum berggrunni vegna spennástands í jarð- skorpunni. 3. Reki háhitasvæða út úr gosbelt- unum og kólnun þeirra eftir að varma- gjafinn dofnar og fjarar út. 4. Við kvikuinnskot í sprungur eða öðruvísi lekan berggrunn sent liggur að gosbeltunum. Þorkell Þorkelsson (1910), Þorvaldur Thoroddsen (1911) og síðar Trausti Einarsson (1937, 1942) veittu því at- hygli að laugar og hverir á lághita- svæðurn landsins eru oft við misgengi og bergganga sem bendir til þess að heita vatnið leiti gjarnan upp með þessurn brotalömum í berggrunninum. Seinni tíma rannsóknir á ljölmörgum jarðhitasvæðum á ýmsum stöðum á landinu sýna að hverir og laugar konia víða upp í röð á beinni línu sem getur verið tugir, jafnvel hundruð metra á lengd, eins og við Arhver í Reykholts- dal (Axel Björnsson o.fl. 1990). Víða sjást gangar eða sprungur nálægt laugaröðinni eða þessar brotalamir koma fram við jarðeðlisfræðilegar mælingar. Tengsl lauga og hvera við sprungur og ganga benda til þess að heita vatnið komi upp um þessar veilur í berggrunninum. Samt geta þessar brotalamir í berggrunninunt teygt sig langt út fyrir öll jarðhitaummerki og raunar er engan jarðhita að sjá við flesta bergganga og misgengissprung- ur. A síðustu árum hafa jarðfræðirann- sóknir á mörgurn jarðhitasvæðum leilt í ljós að jarðhitinn er tengdur sprung- um sem hreyfing hefur orðið á eftir að ísöld lauk. I Glerárgili í Eyjafirði hefur t.d. fundist sprunga í malarlögum frá nútíma og í henni eru útfellingar af efnum úr jarðhitavatni (Ólafur G. Flóvenz o.fl. 1984a). Greinilegar sprungur frá nútíma sjást líka við Deildartunguhver í Borgarfirði (Lúðvík Georgsson o.i'l. 1984), á Laugarvatni og víðar á Suðurlandsundirlendi. Raun- ar er til fjöldi dæma um að rennsli og hiti í hverunt og laugum breytist í kjölfar jarðskjálfta sem bendir til þess að jarðskorpuhreyfingar sem jarð- skjálftunum valda breyta lekt þeirra sprungna sem heita vatnið rennur upp um. Sent dæmi má nefna hitnun á vatni í laugum að Lauglandi á Þelamörk eftir Dalvíkurjarðskjálftann 1934 (Ólafur G. Flóvenz o.fl. 1984b), tímabundna þorn- un lauga að Helgavatni í Borgarfirði eftir jarðskjálftahrinuna í Þverárhlíð 1974 og eins tímabundna þornun laug- ar að Eyvík í Grímsnesi eftir skjálfta 1967. Á þessum tveim síðastnefndu stöðum komu laugarnar upp aftur, nteð þreföldu rennsli og 2-3°C heitara að Helgavatni en svipað og áður var að Eyvík. DREIFING LÁGHITANS Eins og áður kom l'ram er lághita víða að finna í kvarterum og tertíerum bergmyndunum landsins (9. mynd). Kristján Sæntundsson og Ingvar Birgir Friðleifsson (1980) áætla að heildar- rennsli úr hverunt og laugum á öllum lághitasvæðum landsins sé um 1800 lítrar á sekúndu. Almennt séð er hiti hæstur í þeirn lághitasvæðum sem næst liggja gosbeltunum og fer hann lækk- andi eftir því sem fjær dregur (Stefán Arnórsson, 1975, Stefán Arnórsson og Sigurður R. Gíslason 1990). Lághitinn er alls ekki jafndreifður um landið. Jarðhiti er sáralítill á Austur- og Suðausturlandi, austan við eystra gosbeltið. Stærslu lághitasvæðin liggja sunnan- og vestanlands, beggja 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.