Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 59
11. mynd. Jarðhiti á íslandi er mest notaður til upphitunar. Um 85% landsmanna búa við
hitaveitur. Heitt vatn er einnig notað í sundlaugar, til gróðurhúsa og dálítið til iðnaðar.
Jarðgufa er notuð til framleiðslu raforku í Svartsengi, Námafjalli og Kröflu. Einnig er
jarðgufa notuð til iðnaðar. Þá er salt unnið úr jarðsjó á Reykjanesi og kolsýra úr jarðgufu
á sama stað og úr heitavatnsborholu að Hæðarenda í Grímsnesi. Myndin er úr kafla f
ritinu Mineral Deposits of Europe eftir Freystein Sigurðsson og Helga Torfason (1989).
nærri sjó er salt, vegna írennslis sjávar
í jarðhitakerfin. Ef hiti lághitavatnsins
er undir 60-70°C finnst uppleyst súr-
efni yfirleitt í því, en það minnkar og
hverfur með hækkandi hita.
í Hveragerði, Námafjalli, Svartsengi
og á Nesjavöllum er háhitavatn notað í
hitaveitur. Þetta vatn er óhæft til
beinnar notkunar vegna ýmissa efna
sem eru uppleyst í því, aðallega kísils
og brennisteinsvetnis, en í Svartsengi
gerir há selta valnið einnig óhæft til
beinnar notkunar. Kísillinn fellur út úr
vatninu og stíflar leiðslur. Brenni-
steinsvetnið getur haft alvarleg eitur-
áhrif í því magni sem það finnst í
mörgu háhitavatni. Til þess að nýta
háhilavatnið verður að hita upp ferskt,
kalt vatn í varmaskiptum sem síðan er
sett inn á dreifikerfið.
Jarðgufa er nýtt til raforkufram-
leiðslu í Kröflu og Svartsengi og er
samanlögð aflgeta beggja orkuveranna
47 MW. í Bjarnarflagi er starfrækl 3
MW gufuaflslöð, sú fyrsta sinnar teg-
undar hér á landi. Vinnsla hófst 1970
en lá niðri um tíma vegna skemmda
sem Kröflueldar ollu á vinnsluholum í
Bjarnarflagi.
Jarðhiti er notaður talsvert til upp-
hitunar gróðurhúsa. í dag er flatarmál
allra gróðurhúsa í landinu um 18 hekt-
53