Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 71
7. mynd. Tómatur er ber. í langsneið sést hvernig aldinið er byggt upp. Veggur eggbúsins
verður að fræskurn. Við samruna eggs (í eggbúi) og sáðkjarna verður til okfruma sem
þroskast í plöntukímið. Veggur egglegsins er orðinn að kjötkenndum vef utan um fræin.
Egglegið skiptist hér í þrjú hólf, eins og greinilega sést ef tómatur er skorinn þversum.
í villtum tómötum er frævan tvískipl (og egglegið tvíhólfa) en valið hefur verið fyrir
þrískiptri frævu í ræktuðum tómötum - þá er auðveldara að skera þá. Ljósrn. Erling
Olafsson.
kjarna frumuna og úr verður þrílitna
fræhvíta, sem er forðanæring plöntu-
kímsins í fræinu. Fræhvítan er oftast að
mestu úr sterkju en í henni eru líka
próteinkorn, olía og stundum önnur
efni.
Utan um fræið myndast aldin. Það er
misjafnt eftir plöntuhópum úr hvaða
hluta blómsins aldinið myndast en
langoftast er það þó neðsti hluti egg-
legsins (6. mynd). Veggir egglegsins
þykkna og mynda vef utan um fræið
sem ýmist er þunnur eða þykkur, harð-
ur eða mjúkur, eða lagskiptur með
bæði hörðum og mjúkum lögurn. Sem
dæmi má taka baunabelgi, tómata (7.
mynd) og ferskjur. Hjá baunum eru
mörg eggbú í hverri frævu og ef öll
þroskast í fræ eru mörg fræ í hverju
aldini. Baunabelgir, sem eru aldin
belgjurta, eru misþykkir eftir tegund-
um en opnast þannig að þeir rifna eftir
endilöngu. í frævu tómata eru líka fjöl-
mörg eggbú, enda mörg fræ í tómötum.
Aldin ferskju er úr þrískiptum vef: yst
er dúnhært lag rneð flauelskenndri
áferð, síðan kemur þykkur, safaríkur
og sætur vefur (aldinkjötið) en innsti
hlutinn er harður, og má heyra fræið
skrölta inni í honum ef steinninn er
hristur.
BYGGING OG INNRI GERÐ FRÆJA
Eins og þegar hefur verið rætt er
talsverðan breytileika að finna á ferli
frjóvgunar og fræþroska hjá plöntum,
fyrst og fremst þannig að blómplöntur
skera sig frá öðrum fylkingum. Sé
aðeins litið á innri gerð virðast fræ
allra núlifandi plöntutegunda hins
vegar vera í stórum dráttum svipuð.
Nokkur munur er á milli fylkinga hvað
varðar byggingu fræskurnarinnar og
það er aðeins innan fylkingar blóm-
plantna sem fræhvítan getur verið með
öllu uppurin þegar fræið er fullþroska.
Að auki myndast hjá blómplöntum
einum aldin utan um fræin. Hér á eftir
verður fyrst og fremst fjallað um fræ
blómplantna.
65