Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 95

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 95
Clements (1991) aðhyllist sömu ætta- skiptingu og Howard og Moore. Hann telur 610 tegundir til ættarinnar Emberiz- idae en getur ekki undirætta, svo ekki verður séð hvernig hann túlkar frekari skyldleika tegundanna. Til Parulidae telur Clements 116 tegundir en 96 til Icteridae. Eins og af ofangreindu má sjá er flokkunin enn á reiki. Eg hef hér kosið að fylgja tillögum Howard og Moore (1991), þar sem tillögur Sibley og Monroe þykja svo byltingarkenndar að þær þurfa mun ítarlegri athugunar við áður en hægt er að taka þær sem hina einu sönnu lausn á flokkunai'kerfi fuglanna. Howard og Moore (1991) skipta undir- ættinni Emberizinae, en það eru hinir eiginlegu tittlingar, í 69 ættkvíslir. Af þeim eru aðeins fimm í gamla heiminum með alls 42 tegundum. Tvær ættkvíslanna hafa aðeins eina tegund hvor og eru heimkynni beggja í Asíu. Aðrar tvær eiga einn fulltrúa í gamla heiminum en fleiri tegundir þeirra er að fínna í Ameríku. Þær 38 tegundir sem eftir standa tilheyra allar ættkvíslinni Emberíza en sú ættkvísl nær ekki til nýja heimsins. í Ameríku er undirættin hins vegar mjög fjölbreytt og skiptist í margar ættkvíslir en ættkvísl- irnar Junco, Zonotríchia og Ammodramus eru einna líkastar evrasískum tittlingum. Margar tegundanna eru mjög sérhæfðar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Má t.d. nefna hinar víðfrægu „fínkur“ Darwins á Gala- pagoseyjum, en þær eru í raun tittlingar og tilheyra ættkvíslunum Geospiza og Camarhynchus. Howard og Moore (1991) telja þær til undirættarinnar Emberizinae. Sibley og Monroe (1990) staðsetja þær hins vegar í deildina Thraupini sem samsvarar undirættinni Thraupinae hjá Howard og Moore. Alls 13 tegundir tittlinga af undir- ættinni Emberizinae hafa slæðst til Is- lands. Þar af eru níu komnar að austan en fjórar frá N-Ameríku. Sportittlingur er þá ekki meðtalinn en hann er álitinn um- ferðarfarfugl hér um slóðir á leið milli varpstöðva á Grænlandi og vetrarstöðva í Evrópu. Auk þess er ein tegund algengur varpfugl hér á landi, þ.e. snjótittlingur (Plectrophenax nivalis). Af óskiljanlegum ástæðum hefur kom- tittlings (Emberiza calandra) verið getið í fuglalistum ýmissa höfunda (sjá t.d. Carwardine 1986, Breuil 1989, Schmidt 1990, Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorarensen 1992). Samt sem áður er enginn fótur fyrir því að hann hafí sést hér á landi. Það hefur reyndar borið við að útlendingar hafi talið sig sjá tegund þessa hér á landi en þá sennilega verið að rugl- ast á snjótittlingsungum, en í fyrsta bún- ingi geta þeir verið áþekkir komtittlingi. Undirættin Cardinalinae er einungis til í nýja heiminum. Til hennar telja Howard og Moore (1991) 47 tegundir en Sibley og Monroe (1990) hafa 42 tegundir í deildinni Cardinalini sem þó er á lægra plani í flokkunarkerfinu. Ein tegund sem telst til þessarar undirættar, blátittlingur (Passer- ina cyanea), hel'ur fundist á íslandi. Að- eins tvær aðrar tegundir hafa fundist í Evrópu, þ.e. tígultáti (Pheucticus ludo- vicianus), sem sést hefur þar nokkuð víða, og skjaldtittlingur (Spiza americana), en hann hefur sést einu sinni í Noregi (Lewington o.fl. 1991). Undirættin Thraupinae hefur stundum verið talin sjálfstæð ætl. Hana er aðeins að finna í Ameríku. Hún virðist óljóst mörkuð eins og margir aðrir skyldir teg- undahópar. Howard og Moore (1991) telja 249 tegundir til hennar en Sibley og Monroe (1990) setja 413 tegundir í deild- ina Thraupini. Af eiginlegum tánum eru 215 tegundir sem deilast á 54 ættkvíslir (Howard og Moore 1991). Tánareru litlir til meðalstórir spörfuglar og einstaklega litskrúðugir. Nokkrar tegundir verpa í N- Ameríku en aðeins tvær, sumartáni (Piranga rubra) og skarlatstáni (P. olivacea), á austurströndinni (Peterson 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.