Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 102
Hettutittlingur
(Emberiza melanocephala)
Hettutittlingur (8. mynd) verpur í S-
Evrópu, frá Italíu og austur til Irans, og á
vetrarstöðvar í vestanverðu Indlandi.
Hann er flækingur víða urn Evrópu og er
þar tíðastur á Bretlandseyjum en til ársins
1991 höfðu sést þar 89 fuglar (Rogers o.fl.
1991). I Færeyjum hefur hann sést einu
sinni, 12. ágúst 1988 (Sprensen og Jensen
1991), en þrisvar á Islandi.
1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 15. júlí 1956
(kvenf. ad RM5330). Hálfdán Björnsson.
2. Við Þrídranga, Vestm, fyrrihluti nóvember
1963 (Nátt. Vestm.). Arnór Páll Valdimarsson.
Fuglinn kom á bát, var handsamaður og hafður
í haldi í þrjú ár, eða þar til hann dó. Var þá
stoppaður upp og síðan færður Náttúrugripa-
safninu í Vestm. árið 1990.
3. Heimaey, Vestm, um 15.-20. september 1990
(karlf. RM10623). Gunnlaugur Pétursson o.fl.
(1992b).
8. mynd. Hettutittlingur Emberiza melano-
cephala, karlfugl í sumarbúningi. Ljósm.
photo R. Chittenden/Rare Bird Photographic
Library.
Á Bretlandseyjum hafa hettutittlingar
sést á tímabilinu apríl-nóvember, lang-
flestir í maí og fyrrihluta sumars. Þar er
tegundin algengur búrfugl og í mörgum
tilfellum leikur grunur á að fuglar sem
sjást hafi sloppið úr haldi. Þó bendir
margt til að sumir séu af villtum uppruna
en á undanförnum árum hafa þeir einkum
sést á fartíma á vorin. Snemma á áttunda
áratugnum sáust hettutittlingar mun fyrr,
eða fyrir fartíma, en það vekur grunsemdir
um að þar hafi verið um búrfugla að ræða.
Það vekur athygli að næstum allir fuglam-
ir eru karlfuglar.
Erfitt er að gera sér grein fyrir uppruna
íslensku fuglanna. Sá fyrsti sást á miðju
sumri, annar settist á bát fyrir sunnan land
í fyrrihluta nóvember og sá þriðji sást um
miðjan september. Ekki er vitað til þess
að hettutittlingar hafi verið hafðir í haldi
hér á landi, svo fullvíst má telja að þessir
fuglar hafi borist til landsins fyrir eigið
tilstilli, en þeir gætu þess vegna verið
evrópskir búrfuglar að uppmna.
Stepputittlingur (Emberiza bruniceps)
Stepputittlingur (9. mynd) verpur í
Asíu, frá Kasakhstan austur til NV-Kína
og suður til írans og Afganistan. Þetta
hefur löngum verið nokkuð umdeild
tegund og oft talin undirtegund hettu-
tittlings (sjá t.d. Voous 1960), en steppu-
tittlingur tekur við á austurmörkum út-
breiðslusvæðis hettutittlings. Dæmi eru
um að tegundirnar blandist þar sem þær
mætast. Þótt karlfuglarnir séu mjög frá-
brugðnir í útliti eru kvenfuglar tegund-
anna og ungfuglar á fyrsta vetri ákaflega
líkir.
Stepputittlingur hefur sést í mörgum
Evrópulöndum en í norðanverðri álfunni
er talið að um sé að ræða búrfugla sem
sloppið hafi úr haldi. Til skamms tíma
voru stepputittlingar fluttir til Evrópu í
stórum stfl. Bretar hafa ekki meiri trú og
áhuga á tegundinni en svo að flækings-
fuglanefndir þeirra safna ekki lengur
96