Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 106
12. mynd. Kúftitt-
lingur Zonotrichia
leucophrys. Ljósnt.
photo R. Chittend-
en/Rare Bird Photo-
graphic Library.
Hörputittlingur
(Zonotrichia albicollis)
Hörputittlingur (13. mynd) verpur í
Kanada, frá Yukon í vestri og austur til
Nýfundnalands, einnig í norðaustan-
verðum Bandaríkjunum. Vetrarstöðvar
hans eru í sunnanverðum Bandankjunum
allt suður til Mexíkó. Ólíkt kúftittlingi
hefur hörputittlingur ekki sést á Græn-
landi en er hins vegar mun tíðari í Evrópu.
Á Bretlandseyjum hafa sést alls 15 fuglar,
fjórir í Hollandi, tveir í Finnlandi og einn
fugl í hverju landi Danmörku, Svíþjóð og
Gíbraltar (Lewington o.fl. 1991). Á
Islandi hafa sést sex fuglar.
1. Reykjavík (Ártúnsbrekka), 10.-17. júní 1964.
Jón Sveinbjörnsson o.fl.
2. Reykjavík (Ægisíða), 18. júní 1974. Árni
Einarsson.
3. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 5. nóvember 1979
(RM6979). Gunnlaugur Pétursson og Kristinn
Haukur Skarphéðinsson (1980).
4. Reykjavík (Langholtsvegur-Vogar), 21.-29.
nóvember 1981. Gunnlaugur Pétursson og
Kristinn Haukur Skarphéðinsson (1983).
5. Reykjavík (Holtin), 13.-14. apríl 1982.
Gunnlaugur Pétursson og Erling Ólafsson
(1984).
6. Höfn f Hornafirði, A-Skaft, 20. janúar 1990
(RM10586). Gunnlaugur Pétursson o.fl.
(1992b).
Þrír þessara fugla sáust að vori eða fyrri
hluta sumars, tveir í nóvember og einn á
miðjum vetri. Svipaða sögu er að segja af
tegundinni annars staðar í Evrópu en af 24
fuglum sáust 17 á tímabilinu apríl-júní.
13. mynd. Hörputittlingur Zonotrichia albi-
collis. Ljósm. pliolo S. Young/Rare Bird
Photographic Library.
100