Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 118
3. mynd. íshellirinn í Kverkjökli. Austasta upptakakvísl Jökulsár á Fjöllum sprettur þar
fram. The ice-cave in Kverkjökull glacier. The easternmo.it branch of the river Jökulsá
á Fjöllum is issued from the cave. Ljósm. photo Guttormur Sigbjarnarson.
hans. Kverká kemur hins vegar undan
sporði hans miðjum, og fellur hún í
Kreppu suðaustan við Hvannalindir.
Allt afrennsli Brúarjökuls austan
Kverkár fellur til Jökulsár á Dal.
Þykktarmælingar á Brúarjökli (Jón Ey-
þórsson 1957, Helgi Björnsson 1988)
benda til þess að stöðuvatn liggi einnig
undir honum. Verulegur munur virðist
á rennsli Kreppu og Kverkár, þannig
að rennsli Kverkár er stöðugra, ekki
jafn veðurháð og helst lengur fram
eftir vetri en rennsli Kreppu. Þetta
bendir til að hún sæki djúpvatn lengra
inn í jökulinn.
Landfræðilega skipta jökulárnar
kortlagða svæðinu í þrjá aðalhluta (1.
mynd). Vesturhluti þcss nær yfir
syðsta hluta Ódáðahrauns en austur-
hluti þess tilheyrir Brúaröræfum
(Brúardölum). Það liggur ekki ljóst
fyrir hvoru þessu landsvæði Kreppu-
tunga hefur verið talin tilheyra, en svo
hefur landræman á milli Jökulsár á
Fjöllum og Krepppu verið nefnd. El' til
vill er eðlilegast að hún lendi þarna á
milli, og þannig verða örnefnin notuð
hér.
Ódáðahraun teygir sig allt að
Vatnajökli vestan Jökulsár á Fjöllum,
svo að allur vesturbakki hennar á
kortlagða svæðinu tilheyrir því, enda
er hann allur þakinn hraunum, nema
hvað nokkur fell og fjöll standa þar
upp úr hraunbreiðunni. Herðubreið,
Dyngjufjöll og Upptyppingar eru þar
mest áberandi. Eldstöðvar eru þarna
fjölmargar og hefur hraunrennslið frá
þeim stöðugt verið að þvinga rennsli
Jökulsár lcngra lil austurs. Allt er þetta
svæði afrennslislaust og gróðurvana
nema við Herðubreiðarlindir og smá-
blettur við ósa Svartár sunnan tmdir
Vaðöldu.
112