Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 121

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 121
þaðan á Kverkfjöll en varð frá að hverfa vegna óblíðrar veðráttu, eins og ýmsir fleiri hafa neyðst til að gera, og fór hann við svo búið sömu leið til baka. Þorvaldur kom aldrei í Brúardali. Þrátt fyrir það komu fram umtalsverðar endurbætur frá uppdrætti Björns Gunn- laugssonar (1844) á jarðfræðikorti Þor- valdar (1901). Eftir Öskjugosið 1875 fjölgaði mjög ferðum erlendra jarðvísindamanna til suðurhluta Ódáðahrauns. Af eðlilegum ástæðum beindist athygli þeirra mest að Öskju og nágrenni (Johnstrup 1877). Á fyrsta áratug þessarar aldar tóku þýskir jarðfræðingar að sýna þessum svæðum vaxandi áhuga og fóru þeir í allmarga rannsóknaleiðangra lil suðurhluta Ódáðahrauns og Dyngju- fjalla (Spethman 1908, Reck 1910) þar sem þeir lögðu megináherslu á eld- fjallafræðileg viðfangsefni. Einn um- fangsmesti leiðangur þeirra var í Öskju sumarið 1907 en hann endaði með þeim sviplegu atburðum að leiðangurs- stjórinn Walther von Knebel týndist við Öskjuvatn ásamt málararanum Max Rudloff. Með auknum ferðum útlendinga um sunnanvert Ódáðahraun þjálfaðist upp hópur íslenskra leiðsögumanna, sem gerðust þar mjög staðkunnugir. Hlutur þeirra í rannsóknasögu svæðisins verð- ur seint metinn til fulls. Með aðstoð þeirra opnast einnig smátt og smátt Krepputunga og Kverkfjöll. Þýski prófessorinn Max Trautz (1914, 1919) rannsakaði og kortlagði Kverkfjalla- svæðið að hluta til sumrin 1910 og 1912. Hann setti sig mjög vel inn í allar aðstæður og bætti verulega við fyrri landfræðilega þekkingu á þeim slóðum. Daninn J.P. Koch gekk manna fyrstur á Kverkfjöll vorið 1912. Þá fór hann í reynsluferð á íslenskum hestum fram og til baka yfir Vatnajökul, áður en hann hélt með þá í sína frægu ferð þvert yfir Grænlandsjökul (Vigfús Sig- urðsson 1916). Þannig óx þekkingin á þessu svæði stig af stigi. íslenskir fjallamenn tóku til við að kanna ókunna stigu að eigin frumkvæði, sér- staklega eftir fyrri heimstyrjöldina og sjálfstæðið. Þeir fylgdust nokkuð með eldsumbrotunum í Dyngjufjöllum og Öskju, sem stóðu af og til í hartnær áratug frá 1921 til 1929 (Ólafur Jóns- son 1945, Sigurður Þórarinsson 1963). Þó voru engar meiriháttar rannsókar- ferðir farnar um þessar slóðir fyrr en á fjórða áratugnum. Sumarið 1932 kortlagði rannsókna- leiðangur frá háskólanum í Cambridge nokkuð svæði í austurhlíðum Kverk- fjalla og við Brúarjökul. Leiðangur þeirra kom sunnan yfir Vatnajökul og fór aldrei lengra norður en í Hvanna- lindir. Þrátt fyrir það endurbættu þeir verulega þekkinguna á þessum slóðum (Robert 1939, Anderson 1949). Þetta sama sumar byrjaði Steinþór Sigurðsson landmælingar í suðvestan- verðu Ódáðahrauni. Sumarið eftir, 1933, fór hann með Pálma Hannessyni og fleirum í mælinga- og rannsókna- leiðangur. Fóru þeir frá Möðrudal inn í Brúardali og þaðan í Krepputungu og Kverkfjöll. Með í þeirri för var Kristján Eldjárn og lýsti hann síðar úti- legumannarústunum í Hvannalindum (1941). í þessari ferð unnu þeir að landmælingum en auk þess gerði Pálmi margvíslegar jarðfræðilegar athuganir (Pálmi Hannesson 1958). Allt fram til þessarar ferðar voru Brúaröræfin harla lítið þekkt og örnefni mörg hver á reiki. Með þessari ferð og síðan með útkomu dönsku herforingjaráðskort- anna (1944) komst endanlega nokkuð rétt mynd á landslagskortin og sæmi- legt skipulag á örnefnanotkun, þó að hún hafi í vissum tilfellum ennþá verið á reiki þegar við byrjuðum kort- lagningarstarfið. 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.