Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 122

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 122
Eftir þetta fjölgaði ferðum ört á öræfaslóðir, sérstaklega eftir lok síð- ari heimstyrjaldarinnar. Alger bylting varð þá í ferðatækni. Fjórhjóladrifna fjallabifreiðin leysti hestana af hólmi sem farkostur. Bændur tóku bílinn í notkun við fjárgæsluna og fljótlega þróaðist net af öræfaslóðum. Fjalla- menn á bílum lögðu öræfin smátt og smátt undir sig og sumarleyfisferðir hópa og einstaklinga á vel búnum bílum urðu hversdagslegir viðburðir. Þessi þróun var komin vel á veg þegar við hófum kortlagninguna sumarið 1970 en Krepputungan opnast þó ekki endanlega fyrr en með brúnni á Kreppu þá um haustið. Síðan hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína þang- að á hverju sumri. Um beinar jarðfræðilegar rann- sóknir eftir síðari heimstyrjöldina og fram að þeim tíma sem við unnum að gerð jarðfræðikortsins er það helst að segja að þrátt fyrir að fjöldi ís- lenskra og erlendra jarðvísindamanna kæmi á þessar slóðir var sáralítið skrifað um jarðfræði svæðisins nema Dyngjufjöll með Öskju, Kverkfjöll og þróun Vatnajökuls. Rannsóknir Hollendinganna Bemmelen og Rutten (1955) teygðu sig að vísu nokkuð inn á kortlagða svæðið. I bók sinni „Tablemountains of Northern Iceland“ greina þeir frá niðurstöðum sínum en þær hafa reynst okkur nokkuð ótrygg- ar, enda munu þær nær einvörðungu byggðar á loftmyndatúlkun á þessu svæði. Jarðfræðikort Guðmundar Kjartanssonar, blað 5, Mið-ísland (1965) nær nokkra kílómetra inn á vestasta hluta rannsóknasvæðisins. Þar er stuðst við það ásamt eigin athug- unum. Jón Eyþórsson (1952) ritaði um þykktarmælingar á Vatnajökli og þau Sigurður Þórarinsson (1964a og b) og E.M. Todtmann (1960) skrifuðu um þróun Brúarjökuls. Verulegar rann- sóknir voru gerðar í Öskju og á Dyngjufjallasvæðinu í tengslum við Öskjugosið 1961 og saga rannsókna þar rifjuð upp (Þorleifur Einarsson 1962 og Sigurður Þórarinsson 1963). Dyngjufjöll og Kverkfjöll liggja að mestu utan rannsóknasvæðisins, svo að rannsóknir á þeim grípa hér lítið inn í. Að vísu gerði ég nokkrar athuganir á þróun öskjumyndunar, eld- virkni og sprungumyndana í Dyngju- fjöllum. Frá þeim er greint í grein minni í Jökli „Katla and Askja“ (Gutt- ormur Sigbjarnarson 1973), svo að þær verða ekki raktar hér. RANNSÓKNIR EFTIR 1970 Alhliða jarðfræðirannsóknir jukust mjög mikið upp úr 1970 og jafnframt héldu hugmyndir um nýtingu vatnsafls á Norðausturlandi áfram að þróast. Árið 1976 gerði Haukur Tómasson grein fyrir þeim hugmyndum sem þá voru komnar fram (Haukur Tómasson 1976). Árið 1985 vann síðan starfs- hópur á Vatnsorkudeild Orkustofnunar yfirlitsúttekt á stöðu rannsókna vegna virkjanaáætlana í og við Jökulsá á Dal (Freysteinn Sigurðsson o.fl. 1985) og ári síðar gerðu þeir Þorbergur Þor- bergsson og Hörður Svavarsson (1986) nánari grein fyrir forathugunum á virkjanamöguleikum í Jökulsá á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Samhliða þróun virkjanahugmynda lét Orkustofnun vinna verulegar jarðfræðirannsóknir við jökulárnar á Norðausturlandi. Það kortlagningarstarf sem hér er lýst var þáttur í því og hafa niðurstöður þess verið áður kynntar á ýmsan hátt bæði í ræðu og riti (Kristinn Albertsson 1972, Guttormur Sigbjarnarson o.fl. 1974 og Guttormur Sigbjarnarson 1973, 1988), svo að ýmsar meginniðurstöður þess hafa lengi verið kunnar. Bessi Aðal- steinsson (1974, 1985, 1986) vann á hliðstæðan hátt að jarðfræðikort- 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.