Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 125
6. mynd. Úr Grágæsadal. Horft til Einarsskála við Grágæsavatn. From Grágœsadalur.
The hut Einarsskáli and the lake Grágœsavatn. Ljósm. photo Guttormur Sigbjarnarson.
frá Arnardal í norðri og suður að
Sauðá og Brúarjökli. Unnið var að
þeim allt sumarið, nema hvað við
fórum í 9 daga rannsóknaleiðangur
upp með vestanverðri Jökulsá á Fjöll-
um, allt að vestustu upptökum hennar
í Dyngjujökli.
Við höfðum aðalbækistöðvar okkar
í Grágæsadal fram til 10. september en
þá yfirgáfum við staðinn sökum snjóa.
Dagana 7.-9. september gerði þriggja
daga iðulausa norðan stórhríð, svo að
ekkert var hægt að aðhafast, en þann
tíunda rofaði svo lil að við tókum
saman allar pjönkur okkar og ókum af
stað í áttina að Möðrudal. Ferðin þang-
að tók okkur nær 35 stundir, en mestur
hluti þess tíma fór í að losa bílana úr
snjófestum og troða slóðir yfir skafla.
Veðráttan þetta sumar reyndist okkur
afar óhagstæð til allra jarðfræðirann-
sókna. Fjórum sinnum brustu á 2-3
daga norðan stórhríðar. Samkvæmt
dagbókum var jörð alhvít í rúma 20
sólarhringa og í mun lengri tíma
trufluðust rannsóknir af snjósköflum í
lægðum og giljum. Félagar mínir lentu
tvisvar í því þá um sumarið að vera á
ferðinni í bíl þegar iðulaus stórhríð
skall á. Þeir neyddust til að hal'ast við
í bílunum í meira en tvo sólarhringa í
hvort skipti á tneðan veðrið gekk yfir
og voru á meðan aðeins í talstöðvar-
sambandi við umheiminn. I þessum
hremmingum þeirra var það Bragi
Benediktsson á Grímsstöðum sem
reyndist þeirra meginstoð og stytta,
eins og svo oft meðan á rannsóknunum
stóð. Þessi veðrátta, ásamt verulegum
bilunum á bifreiðum, dró mjög úr ár-
angri rannsóknanna þetta sumar en
leiðangursmenn fengu því meiri
reynslu í að fást við hina óblíðu
veðráttu á norðausturöræfum Islands.
Þeir starfsfélagar mínir, sem allir voru
borgarbúar að uppruna, sýndu frainúr-
119