Samvinnan - 01.06.1927, Side 21

Samvinnan - 01.06.1927, Side 21
SAMVINNAN 99 kaupfélögin geti aldrei eignast neitt, sé í meira lagi röng. Fyrir utan allan endurborgaðan tekjuafgang félaganna, fyrir utan alla sjóði einstakra félaga, þá á heildsala dönsku kaupfélaganna liðugar 33 miljónir króna í sjóði. En alt það er sparnaður kaupfélaganna við að komast ut- an umskifti við heildsalana. Höf. ritlingsins segir að stefna kaupfélaganna sé að útrýma öllum kaupmönnum. Hr. Voigt segir, að þetta sé barnaleg ásökun. Að vísu séu kaupfélögin alt af að eflast og styrkjast í öllum mentalöndum. En hinsvegar viti eng- inn hvaða verslunarform ófæddar kynslóðir muni telja sér hentast. Alveg eins og í pésa B. Kr. er höfuðárásinni í Dan- mörku beint móti danska Sambandinu (Fællesforeningen). Höf. segir að vísu að engar sannanir séu fyrir hendi um að danska sambandið sé á hausnum. En allur sé varinn góður. Síðan bætir höf. pésans við þessari viðvörun. „En það er líka venjulega ómögulegt, að uppgötva hversvegna rottumar yfirgefa skipin. Það er náttúru- hvötin ein, sem vísar þeim leiðina". Síðasti þáttur pésans er um mun á samvinnufram- leiðslufélögum (sláturfélögum, rjómabúum) og kaupfé- lögum. Höf. telur hin fymefndu félög góð. Þau flytji pen- inga í sjóð félagsmanna. Aftur á móti séu kaupfélögin vond. Þau flytji peninga ú r s j ó ð u m félagsmanna. Ekki bæta kaupmennirnir einu orði við um það, að versl- un við kaupmenn og öll innkaup yfirleitt létti á sjóðum manna. Heldur ekki um tekjuafgang í kaupfélögunum, í samanburði við kaupmannaverslun. Hér er sagt frá þessum ómerkilega ritlingi, og and- svari hr. Voigt, til að láta íslenska samvinnumenn sjá, að alstaðar er háð hin sama barátta um verslunararðinn. Kaupmenn í öllum löndum berjast af alefli móti kaupfé- lögunum, og að jafnaði með samskonar vopnum. Pési danskra kaupmanna er að vísu varla jafn óvirðulegur eins og hið nafnkunna níðrit B. Kr. um Sambandið og kaup- félögin, en röksemdirnar eru í sjálfu sér álíka bágbornar. 7*

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.