Samvinnan - 01.06.1927, Page 95

Samvinnan - 01.06.1927, Page 95
S A M V I N N A N 173 kaupgjald verkafólks við smákrónur undangenginna ára. En þegar afurðir búanna seldust um haustið voru krón- urnar, sem þeir fengu, orðnar stærri en færri. Hækkun krónunnar var í einu stórhættuleg fyrir hina árlegu af- komu, og þá ekki síður fyrir skilamennina, sem lent höfðu í skuldum í fyrri kreppunni, þegar krónurnar voru íallnar. Nú gætu menn spurt: Standa kaupmannasinnar lands- ins betur í ístaðinu ? Hafa þeir minni hneigð til verslunar- skulda ? Hafa kreppan og krónuhækkunin farið betur með þá en samvinnubændurna ? Þessum spurning'um má hiklaust svara neitandi. Skuldahneigðin hefir aldrei verið meiri en nú hjá sam- kepnismönnunum hér á landi, og skuldir og skuldatöp, aldrei slík sem nú. Og krónuhækkunin hefir lamað þá líka, svo að nú er atvinnuleysi, alveg óvenjulegt, og hallæri fyrir dyrum. Skuldir samvinnufélaganna eru það miklar, að marg- ir dugandi menn eiga erfitt með að greiða þær til fulls nema á allmörgum árum. En þær eru eins og dropi í haf- inu í samanburði við skuldir samkepnismanna. Þar sem eru tugir þúsunda hjá bændafélagi, eru oft hundruð þús- unda og jafnvel miljónir hjá keppinautunum sumum, kaup- mönnum og útgerðarfélögum. Þar eru töp bankanna svo að nemur mörgum miljónum nú framkomin, og því miður rnargar miljónir nálega vissar í viðbót áður en þessari kreppu líkur. Sömu lánsstofnanir hafa tapað nokkrum tugum þúsunda á kaupfélagsmönnum hér og þar á landinu. En það er lítið og verður lítið, sem betur fer, á móti hin- um miklu töpum keppinautanna. Eitt dæmi sýnir aðstöðumuninn. Kaupmaður nokkur hefir um alllangt skeið sótst mikið eftir skiftum við sam- vinnubændur, og meðan Sambandið hafði ekki verslun með höndum, mun þessi milliliður hafa grætt drjúgum á skift- um við sveitamenn. Til að græða meira fer hann í síldar- brask og tapar þar á skammri stund 6—700 þús. kr. Verslunin gengur saman og verður sárlítil, því að mann-

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.