Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1977, Side 66

Andvari - 01.01.1977, Side 66
64 BJÖRN JÓNSSON Á KÓNGSBAKKA ANDVABI hvalbeinsílís er fest ofan á 50 sm langan plankabút. Beinflísinni er þannig fest, að ca 13 sm timburbútur var negldur við cnd- ann á beininu, en tekinn var stallur inn í timburbútinn, þannig að beinflisin gekk innundir endann á timburbútnum, og hann svo negldur vel niður. Þannig var gengið frá báðum endum beinflísarinnar. Þessir trébútar komu líka í veg fyrir, að bátskjölurinn rynni út af endum beinflís- arinnar, en hvalbein voru rnjög eftirsótt í hlunna, því það rann svo vcl á þeim. Nú var búið að koma bátnum til sjóar, og var þá næst að finna netasteina, en það voru aflangir smásteinar um 300 gr. að þyngd. Þá gat verið að finna á víð og drcif um fjöruna, en það var verk okkar yngri krakkanna að finna þessa steina. Þessi net, sem við vorum þarna með, voru þríbyrð, þ. e. þrjár netaslöngur sam- síða. Slangan sú í miðjunni hafði minnsta möskvastærð eða um 9 sm möskvalegg, en slöngurnar til hliðanna (vængirnir) höfðu 13 sm möskvalegg. Þessi net voru riðin úr þrinnuðum tog- þræði gufusoðnum, og vel vandað til spunans. Þau voru 16-18 möskvar á dýpt talið í miðslöngu og venjulega 18-20 faðma löng, en það er hæfileg lengd þvert í gegnum þaragarðinn eins og hann er hér inn við Purkey, en ekki þótti veiðivon eftir að fram úr þaragarðinum var komið. Þessi net voru felld til helminga, þ. e. að slangan í netið þurfti að vera helmingi lengri en netið uppsett, og breiddin þ. e. dýptin á netinu var einn faðmur, og var þá möskvinn í netinu réttur ferhyrningur, þegar búið var að leggja netið í sjóinn. En rétt dýpt var fengin með stögum, sem sett voru með tveggja faðma millibili þvert í gegnum netið. Teinarnir á netunum voru úr þriggja punda hamplínu, en gildleiki línu (snæris) var ákveðin eftir þyngd 60 faðrna línu, og voru venjulega fáanlegar í verzlunum 1, 2, 3, 4 og 5 punda línur. Á neðri tein netsins voru settar snæris- lykkjur með tveggja faðma millibili, það voru steinalykkjurnar, og voru steinarnir fcstir þar í með því að bregða kappmellu á steininn. Á efri teini voru flárnar festar með tveggja faðma millibili, þær voru flestar úr korki, cn nokkrar voru úr tré, scm þá voru oftast eldbornar og brenndar nokkuð að utan, því þá gekk sjórinn síður í þær og þær voru þá líka léttari í sjónum. Einstöku flár voru úr flotholti, en það var mjög fágætt hér, og ekki mun það hafa fengizt í verzlunum hér í Stykkis- hólmi eftir sl. aldamót. Flotholt, sem nú mun vera kallað balsa- viður, þótti mjög gott í flár, því vatn gekk ekki í þær og þeim var ekki hætt við að brotna og entust því mjög lengi. Hér á Kóngsbakka hafa til skamms tíma verið til nokkrar flár úr þessu efni. Þessi þríbyrðu net, sem hér hefir verið lýst, þóttu mjög veiðin, en sá ókostur fylgdi þeim, að þau fylltust fljótt af þara- rusli og slýi, ef mikil hreyfing var í sjó, og varð því oft að taka þau upp til að hreinsa úr þeim ruslið. Þessi gerð af net- um er nú löngu niðurlögð, enda líklega aldrei verið algeng hér við sunnanverðan Breiðafjörð. Ég hefi verið að spyrja ýrnsa gamla menn hér um þessa gerð neta, en ekki telja þeir sig muna neitt um þau. En ég man vel eftir svona netum hér á Kóngs- bakka á fyrsta tug þessarar aldar. Báturinn var nú kominn á flot, og var þá næst að steina netin út í hann. Bátn- um var lagt við slétta klöpp og netin lögð á klöppina og greidd þaðan út í bátinn. Flánum raðað kyrfilega aftast í skutinn, en steinarnir lagðir niður fyrir framan bitaþóftuna. Þegar búið var að steina netin út í bát- inn, var lagt af stað inn að Purkey, en þar voru netalagnimar. Þangað var 15-20 mínútna róður. Við rerurn þrír. Pabbi reri á tvær árar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.