Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 81
andvari
GUSTAF LARSSON
79
fengið að búa í nánd við okkur Hólmfríði í Hafnarfirði og farið ferðir fyrir
sig dagana, sem hópurinn ætlar að dveljast sunnan lands, 27. júní—5. júlí.
Eg svara honum um hæl og sagði, að þeim væri velkomiö að búa hjá okkur
þessa daga, ef þau gætu gert sér það að góðu. Þetta réð úrslitum. Þau ákváðu
að koma.
Að kvöldi 27. júní kom gotlenzki ferðamannahópurinn, og skilaði bíl-
stjórinn Gustaf og Eriku heim til okkar hjóna. Þau voru afar skemmtilegir
gestir. Gustaf er fágætur maður með brennandi áhuga á öllu, sem íslenzkt
er: „Bókmenntum ann ég mest, en síðan náttúrunni og gróÖrinum, síðast og
kannske þó mest gömlu bæjunum," segir hann í bréfi til mín, kominn heim.
Og Erika var Gustaf ómissandi sem heilsuráðgjafi. Nú var hann kominn til
ævintýralandsins, er hann hafði lengi dáðst að í draumum. Hvernig mundi
það reynast honum sem land veruleikans?
Við hjónin kynntum fyrir Gustaf og Eriku næsta umhverfi. Fyrstu dvalar-
daga þeirra hér var úrhellisrigning. Þá grúskaði Larsson í bókum. Aldrei
hefur komið til okkar gestur, sem skoðaði þær með slíkri aðdáun. „Mikið var
cg hrifinn af bókasafni þínu, þar sem verk allra mestu rithöfunda íslands
voru bundin í fallegt band," skrifar hann mér, þegar þau komu heim. „Svo
inikið af Ijóðum hef ég aldrei áður séð á einum stað, svo margar og göfugar
hugsanir saman safnaðar í einni stofu.“
Eg fór með þeim hjónum inn í Reykjavík og sýndi þeim Þjóðminjasafnið
°g Hljómskálagarðinn með myndastyttunum af Jónasi Hallgrímssyni og Albert
Thorvaldsen, mesta myndhöggvara NorÖurlanda, eins og á styttunni stendur.
Hann hafði heyrt Thorvaldsens getið sem listamanns, en vissi ekki, að hann
Var af íslenzkum ættum í föðurkyn. En við að komast að því óx enn vegur
Islands að miklum mun í augum hans.
Dag nokkurn fórum við með Larssonshjónin upp að Árbæ til að skoða
gamla bæinn og drukkum kaffi í Dillonshúsi. Gustaf féll í stafi, þegar ég
Sagði honum, að Jónas Hallgrímsson héfði búið þar eitt ár af sinni stuttu ævi.
T veginum við Árbæ kom Larsson auga á Friggjargras (Habenaria hyper-
horea), sem vex víða hér á landi og vestan hafs, en ekki annars staðar í Evrópu.
Svona hafði hann opin augu fyrir öllu. Þennan dag rigndi nálega án afláts.
Gustaf lét það ekki á sig fá, en tók myndir. Svo var ekið út að Bessastöðum.
Þá rofaði í mökkvann sem snöggvast, enda vakti það óskiptan fögnuð. Og
enn voru teknar myndir.
Við fórum með þau Larssonshjónin til Þingvalla daginn eftir í sæmilegu
veðri og við mikinn fögnuð á þeim helga stað, enda var myndavélin óspart
n°tuð. Á heimleiðinni komum við í Hveragerði og drukkum þar kaffi, sem