Andvari - 01.01.1977, Qupperneq 85
andvari
HVAÐ HEITI ÉG NÚ?
83
ingar í skáldskap; þar nefnir hann til dæmis vísuhelming eftir Eilíf Guðrúnar-
son, sem er varðveittur í Snorra-Eddu, og lýsir á hvern hátt fyrri hluti nafns-
ins Hákon sé fólginn í ‘mœrar orSa kon’:
Mœrr (mýrlendi) er heiti jarðar, og allir vita, hvað orð er. Samt er mœrar
orð óskiljanlegt. Sá einn, sem veit, að Heimdallur „heyrir ok þat, er gras vex
á jprðu“, skilur, við hvað er átt. Orð er rödd, hljóð, hávaði, en „hávaði
jarðar": grasvöxtur, gras. En gras heitir líka há, og fyrri hluti nafnsins er
leystur úr læðingi.
Höfundur þessarar snjöllu skýringar er ekki nefndur. Ekki löstum vér
það, heldur hitt, að ekki skuli vera sýnt fram á hversu hún fellur að samhengi
í vísuhelmingi Eilífs; þess í stað er lesandi beittur sefjun með orðalagi sem
ekki á heima í ritsmíð vísindamanns; ‘Sá einn, sem veit, að Heimdallur „heyrir
ok þat, er gras vex á jQrðu“, skilur, við hvað er átt.’ Ekki hef ég fundið heim-
ildir fyrir að frummerking orðsins mœrr sé mýrlendi. Orð sömu ættar í skyld-
um málum eru höfð um fenjótt land eða kjarrlendi, sjá t. d. Altnordisches
etymologisches Wörterhuch eftir Jan de Vries, Leiden 1962, bls. 400. Þetta
skiptir raunar engu máli fyrir túlkun á mœrar orð; ef umrædd skýring er rétt,
er augljóst að Eilífur skáld hefur notað mœrr sem almennt heiti jarðar. Og
auðvitað fellur þessi snjalla skýring ekki, þótt brugðið sé fyrir hana fæti með
hinu óheppilega orðavali: ‘Orð er rödd, hljóð, hávaði, en „hávaði jarðar“:
grasvöxtur, gras.’ Ég hefði kosið mál jarðar í stað ‘hávaði jarðar’. En þessi
skýring á ‘mœrar orða kon’ er mjög athyglisverð, þrátt fyrir undarlegan rök-
stuðning.
Hið sama er raunar að segja urn túlkun Ólafs M. Ólafssonar á nafnafel-
unum í Bósarímum: Þar er rnargt athyglisvert, en samt sem áður hef ég ekki
látið sannfærast af lærdómi hans, þroska, kunnáttu og reynslu, einkum vegna
þess að hann bregður fyrir sig aðferðum sem ég kann ekki við.
Vísuorð í Bósa ríinum I 46.2 les Ólafur; frost með tyri hyrstu. Um orðið
tyri segir hann:
Kunn var að fornu viðartegund, sem kölluð var tyri eða tyrvi, öðru nafni
tyrviðr eða tyrvitré. Það er harður furu- eða greniviður.
Þegar hugað er að hvernig þarna er farið með heimildir kernur eftirfar-
andi í ljós:
í fyrstu útgáfu Fagurskinnu, Fagrskinna ... Udg. ... af P. A. Munch og
C. R. Unger, Christiania 1847, er á bls. 109 frásögn af Haraldi harðráða
Sigurðarsyni, að hann vann borg á Sikiley með því að láta fugla bera eld í
húsin. Þar segir að Haraldur lét binda á bak fuglunum ‘lokarspón af týri ok
steypa á af vaxi ok brennusteini ...’ Þessa útgáfu Fagurskinnu notaði Johan