Andvari - 01.01.1977, Síða 91
ANDVARI
HVAÐ HEITI ÉG NÚ?
89
mik ná at þegja fyrir þér.’1 Samsvarandi texti í Morkinskinnu er: ‘Ver þv sva
catr sem þer syniz. lat mic raþa mÍNni gldþi.’2 Þeim sem skrifaði foreldri
Y-handrita Heimskringlu (Jöfraskinnu, Eirspennils, Huldu-Hrokkinskinnu) hef-
ur þó ekki líkað við orðið margr í þessari setningu og hefur sett málugr í stað
þess, og í Fríssbók stendur ‘margmalugr’.3 Líklegt er að Snorri hafi hér notað
orðið margr í merkingunni kátur, glaður, reifur, en orðið þegja síðar í setning-
unni hefur kallað á þær breytingar sem ritarar hafa síðar gert á þessum texta. Mér
virðist þessi texti því ekki sanna að hægt hafi verið að nota orðið margr eitt
sér um að vera margmáll, eða að teygja lopann. Ef skáldið hefur ætlazt til að
orðin jirðum gjörist eg margur væru heil málsgrein (fyrir utan viðurlag með eg),
eins og Ólafur gerir ráð fyrir, væri hann þá ekki eftir orðanna hljóðan að
bregða sjálfum sér um ergi? Ég fæ ekki betur séð en að lýsingarorðið margur
hljóti að vera einkunn með nafnorðinu liðr í þessu vísuorði.
Ég lít svo á, að í III 2.1 -2 Fer eg rétt sem fiskr í sjá, / fugl með vængi
skerða sé skáldið ekki að reyna að segja neitt annað en að hann sé kominn
að niðurlotum fyrir konuást. Ég tel að vísuorðin séu hliðstæð og að milli
þeirra sé samtengingin eða, eða og (sem raunar stendur í öðru handritinu, AM
146a 8vo), undanskilin: Ég fer rétt sem fiskur í sjá, (eða/og) fugl með skerða
vængi. Skáldið líkir sér við fisk sem skríður, sbr. grein Ólafs, bls. 23, eða
flugvana fugl, sbr. þessa klausu í hómilíubókinni norsku:
Þat er atkvæði norrœnna manna, at ervitt er litlum fugli með lamðum
vængjum at hefja hátt sína flaug.4
Ólafur M. Ólafsson telur að orðin fugl með vængi skerða séu fela, viður-
lag við fornafnið ég í fyrsta vísuorði, og að fugl sá sem þarna er getið se
getnaðarlimur karla = lostaliður = liðr, sem er ormsheiti. Einnig les Ólafur
ormsheiti úr VI 5.3-4 á þessa leið: bótin sára = fé, bjarnar nátt = ár, býsna
angrið stinna = nauð, þ. e. fán = fánn, sjá bls. 22. Ormsheitin liðr og fánn
þekki ég ekki úr rímum, en að sjálfsögðu má vel vera að rímnaskáld um
1500 hafi þekkt þau; þau eru bæði í þulum Snorra-Eddu. I túlkun sinni á
1. Heimskringh III, ísl. fornr. XXVIII, bls. 259. (Finnbogi Guðmundsson hefur bent mér á
þetta orðafar í Heimskringlu.)
2. Morkinskinna nefnd útgáfa, bls. 382.26-27.
3. Heimskringla III, áður nefnd útgáfa Finns Jónssonar, bls. 291, sjá mismunargrein við línu 12.
.Eirspennill - Am 47 fol . Udg. . .. ved Finnur Jónsson, Kristiania 1916, bls. 147.20.
Eornmanna sögur VII, bls. 119.8. Codex Frisianus, [C. R. Unger], Ohristiania 1871, bls.
293.3. - Um skyldleika texta í handritum Heimskringlu sjá: Jonna Louis-Jensen, Konge-
sagastudier, Kompilationen Hulda-Hrokkinskinna, Bibliotheca Arnamagnæana XXXII.
Kóbenhavn 1977, bls. 34-59.
4. Jón Helgason, Vers i homiliebógerne, Bibliotheca Arnamagnæana XX, bls. 359.