Andvari - 01.01.1977, Qupperneq 107
ANDVARI
KENNIDÓMSINS SPEGILL
105
Lýsing Páls postula, sem tekin er úr gamalli helgisögn af Páli og Theklu
(frá annarri öld), er talin komin frá Nikefórusi biskupi í Konstantínópel og
er vafalítið tekin úr einhverju kirkjusöguriti, sem séra Páll hefur haft að-
gang að.
Mildu skiptir fyrir hverja kirkjudeild að kunna að ættfæra sinn prests-
dóm. í ’þessu efni hagar séra Páll sér allundarlega af lútherskum rétttrúnaÖar-
presti að vera. Honum virðist vera ókunnugt um lúthersku játningarritin,
ellegar rit Lúthers „Til þýzkra aðalsmanna" (An den christlichen Adel deuts-
cher Nation, 1520), sem hefur að geyma ýmis kjarnaatriði í lútherskum
skilningi á prestsdæminu, einkum hinum almenna prestsdómi. Þetta þekkir séra
Páll ekki, eða horfir viljandi framhjá því. Á hinn bóginn grípur hann til bókar
eftir Englending nokkurn, Franciscus Mausonius: Vindiciæ ecclesiæ anglicanæ,
sem er varnarræÖa um anglíkanska prestvígslu. Með aðstoð þessarar bókar
ættfærir séra Páll í Selárdal lútherska prestvígslu á íslandi til Krists.
í þessari bók, eins og öðrum ritum séra Páls í Selárdal, sést, að hann fylgir
arfleifð frá gamla Niels Llemmingsen í Kaupmannahöfn (d. 1600), sem var
lærifaðir Arngríms lærða, afa séra Páls. Þessir menn voru „Filipistar" og vildu
gjarnan halda tryggð við sameiginlegt erfðagóss allrar kristni. Frá þeirri stefnu
veik harðasti rétttrúnaðurinn. Sem „Filipisti" gat séra Páll mvð góðri samvizku
talið sig trúbróður austurkirkjunnar, biskupakirkjumanna og reformertra. En
slíkt efni var ekki prenthæft innan lúthersks rétttrúnaðar.
Stundum sést, að séra Páll notar rammíslenzkt efni, sem hann skýtur inn
á milli hins almenna fróðleiks. Þar er trúlega merkilegust notkun hans á
vögguvísunni Dillidó: Sofðu nú blíðust barnkind mín, í 9. kafla bókarinnar.
Þetta er elzta kunna heimild um þessa þjóðvísu, sem sungin hefur verið af
Engel Lund og öðrum þjóðlagasöngvurum eftir hana.
Nú verða birtir nokkrir kapítular úr Kennidómsins spegli, en yfirskrift sr. Páls
er: LJm prest og prédikun. Farið er eftir texta handritanna Lbs. 36 4to og 343
4to. Staf- og merkjasetning hefur verið færð að mestu í nútíðarhorf og til-
vitnunum á spássíum í ritningarstaÖi sleppt, enda skipta þær litlu máli við
lestur þessara kapítula.
1. kapítuli.
Sá öðrum vill \cnna, \unni sjálfur.
Læknir, lækna sjálfan þig!
Hver ertu, sem dirfist að skrifa um fyrst út bjálkann úr þínu auga og lækna
prest og prédikun, sem sértu öðrum sjálfan þig. Ei hæfir örendum leirsmið
lærðari og heilagri? Haf ráð vort: Drag að efna líkneski. Biskupum og prelátum