Andvari - 01.01.1977, Síða 115
ANDVARI
KENNIDÓMSINS SPEGILL
113
í pistlunum? Hefur ekki Jesús sagt þér
svo sem sínum lærisveinum: Kennið þeim
að halda allt það eg hefi yður boðið.
Er það allt? Er það allt í postillöntunum?
Segir ekki Jesús: Sérhvör skritflærður til
himnaríkis uppfræddur er líkur þeim
hússföður, er veiðir úr sínum fésjóð gam-
alt og nýtt. Hvað er gamalt? Móses og
spámennirnir. Hvað er nýtt? Allt Nýja
testamentið. Á þessum urtum ætlaði eg
þú mundir feitur orðinn innanundir
höklinum, og bera þann fésjóð í þínu
hjarta, en ckki láta það vera myglað á hill-
unni fyrir ofan þig í pappírunum. Sá
prestur, sem ei daglega iðkar Heilaga
ritningu sem verður, hann er sem Só-
dómæ epli fríð tilsýndum, en fúin innan,
og enginn af oss er svo lærður, að upp
á sig megi treysta. Fiskurinn deyr á
þurru; mín sál er steindauð, ef hún lifir
ei í blóðfljótum Jesú Kristí, á hvörjum öll
Heilög ritning framrennur, og ekkert er
í henni, sem ei auðsýni mér Jesúm, minn
Lausnara. Mig hressir meir eitt hennar
orð en allar þulbarðaútleggingar sumra.
Orð þitt, Herra, er ljós minna vega. Apöll-
os var máttugur í ritningunum að yfir-
buga mótmælanda Gyðinga. Bágt er að
sækja allt í pappírinn á hvörjum helzt
tíma. Hugga þarf, bevísa þarf, leiðrétta
og straffa þarf. Hvörninn kann það ske
nema í og með ritningunum? Hvað ætl-
ar þú, ef þú ættir að forsvara þína trúar-
artícúla móti annarlegum. Eg meina þú
mundir flýja, ef þeirra skugga legði á
þig. Farðu nú og segðu: Postillan dugir
nóg. Eg heyri þig sem mállausan, þá þú
kemur úr prédikunarstólnum. Samt vor-
kenni eg hér fátækum skólapiltum og
prestum, sem vinna verða sér daglegt
brauð og ei eru megnugir að kaupa sér
biblíu. Nauðsyninni verður ei lög sett.
Hinir eiga þessa umkvörtun, sem geta og
nenna ekki og elska meir sögur og rímur
og annan hégóma en iðju orða Guðs.
í þessari skriftríkri prédikun skal ei tím-
anurn eyða og öðrum leiðindi auka með
sífelldu skriftarinnar kapítulatali; því
það heftir oftlega anda tilheyrendanna.
Lát allar þínar lífæðar (ó! þú prestur)
spólka af skriftinni, en tel ei eða tiltak
ei jafnan hennar kapítula, nema skjaldan
nær ríður á bevísingum. Lát kjarna og
saft skriftarinnar vera flóandi af þínu
hjarta til tungunnar, frá henni í hjarta
heyrandans.
16. kapítuli.
Um liáttalag trúlynds prédi\ara.
Aarons klæði ilma hezt, en þó halsam
framar.
1. Áður en hann gengur í prédikunar-
stólinn, er hann forhugsaður um hýpó-
týpósin eður innviði sinnar prédikunar,
við hvörja hann bindi sinn huga, sem
við aðrar skorður, svo hans ræða hvarfli
ekki frá einu til annars og tvístri þar
með huga tilheyrendanna. Þetta hafa
orðið að gjöra þeir mestu óratóres, bæði
heiðnir og grískir í sínurn panegýribus,
sem þú mátt sjá í öllum Isókrate og ræð-
um Nazíanzeni; og víst má þeim sem
vitið hafa miður líka, þá hrærigrautur
er gjörður úr evangelíó. Til dæmis: Ef
hann vill innþrykkja lítillætinu í annars
hjarta, þá heldur hann þar fast að með
lítillátum anda og orðatiltekt þeirri, sem
þar til hæfir, með orðum og eftirdæmum,
en hleypur ei útí annað, sem því ei við-
kemur. Þetta gjörir hann allt með fljót-
andi ræðu, sem Móses sagði: Mín ræða
skal flóa sem dögg yfir grasið. Hann aug-
lýsir, að lítillátur hefjist, og díalektíka