Andvari - 01.01.1986, Side 23
ANDVARl
GUNNAR THORODDSEN
21
6
Þegar Bjarni Benediktsson var settur borgarstjóri í Reykjavík
hausdð 1940 tók Gunnar Thoroddsen við því prófessorsembætti við
lagadeild sem Bjarni hafði áður gegnt. Háskólakennslan fluttist það
ár úr alþingishúsinu og voru prófessorar við lagadeild aðeins þrír. í
hlut Gunnars kom kennsla í opinberum rétti, þ. e. í stjórnlagafræði,
stjórnarfarsrétd, þjóðarétd og réttarfari.
Gamlir nemendur Gunnars í lagadeildinni minnast hans sem
ágæts kennara er hafði þann mikla kost að kunna að vekja áhuga
stúdentanna á því efni sem til umræðu var hverju sinni og viðhalda
athygli þeirra með skýrri og skemmtilegri framsögn og léttri og lip-
urri frásagnargáfu.
Geir Hallgrímsson, síðar borgarstjóri og forsædsráðherra, var þá
stúdent í lagadeild og hefur í blaðagrein lýst kennslu Gunnars á
þessa lund:
„Minnist ég þess sem einn af nemendum hans að Gunnar kunni
afar vel að greina á milli aðal- og aukaatriða og kryddaði gjarnan
fyrirlestra sína með skemmtilegum sögum um mannleg samskipti,
málaferli og dóma er snertu námsefnið og upplýstu það.“
Dr. Ármann Snævarr var einnig laganemi á þessum árum og segir
hann á efdrfarandi hátt frá kynnum þeirra:
„Óvenju skýr framsetning og framsögn einkenndi öðru fremur
kennslu prófessors Gunnars. Hann hafði sem alkunna er mikið vald
á íslensku máli, ekki síst mæltu máli, og kom það sjaldan fyrir, að
hann þyrfti í kennslu sinni að taka sig á og endurmóta setningu.
Hygg ég, að það sé fágætt. Kom þar að gagni, hve þaulvanur ræðu-
maður hann var. Hann vandaði málfar sitt og lagði áherslu á, að við
stúdentar legðum rækt við tungutak okkar og temdum okkur góða
framsögn.
Prófessor Gunnar var maður aðalatriða í kennslu sinni en gaf
minna um þau atriði sem hann taldi vega minna. Honum var einkar
sýnt að greina milli þessa tvenns, og er það mikill kostur á kennara.
Kennsla hans var íjörleg og kryddaði hann gjarnan mál sitt með
kýmilegum sögum og tilsvörum.
Ég held, að prófessor Gunnar hafi haft mesta ánægju af að kenna
stjórnlagafræði. Hann lagði þar mikla áherslu á sögulegt baksvið og