Andvari - 01.01.1986, Page 25
ANDVARI
GUNNAR THORODDSEN
23
orð um það sem nú heitir ærumeiðingar. Bókin er í þremur megin-
þáttum. Sá fyrsti Qallar um ærumeiðingar frá Grágás til gildandi
laga, einkum ákvæði Grágásar, Járnsíðu ogjónsbókar. Annar þátt-
urinn fjallar um æruna og vernd hennar, m. a. hverjir njóta æru-
verndar, tjáningarhætti og sannindi ummæla. Þar er einnig Qallað
um hvenær árásir á æru geta verið lögmætar vegna skyldu til um-
sagnar, gæslu hagsmuna eða vegna málfrelsis alþingismanna. í loka-
kafla ritsins er yfirlit um erlendan rétt á þessu sviði.
Hér er um merkt framlag til íslenskra lögvísinda að ræða, eins og
fram var tekið af báðum andmælendum við doktorsvörnina. í ritinu
bætir Gunnar miklu við þekkingu okkar á mikilvægu sviði réttar-
sögunnar en jafnframt er hér fjallað um efni sem miklu máli skiptir
í mannlegum samskiptum nú á tímum, það á hvern hátt lögin geta
veitt æru manna og sæmd viðhlítandi vernd.
7
Þegar Gunnar Thoroddsen tók við starfi borgarstjóra í Reykjavík
á þorra árið 1947 var hann ekki neinn nýgræðingur á sviði bæjar-
mála. Hann hafði verið kjörinn í bæjarstjórn árið 1938, tuttugu og
sjö ára gamall. Þá var hann í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, sem
hlaut þá í fyrsta skipti kjörna níu bæjarfulltrúa. Hann gerðist þá
þegar helsti málsvari flokksins í bæjarstjórn við hlið Bjarna Bene-
diktssonar sem varð borgarstjóri 1940. Um 24 ára skeið hafði Gunn-
ar því bein afskipti af borgarmálum því þótt hann léti af em-
bætti borgarstjóra er hann gerðist fjármálaráðherra 1959 sat hann í
borgarstjórn til ársins 1962. Síðan urðu afskiptin óbein er hann
gegndi mikilvægum ráðherraembættum, m. a. embætti félagsmála-
ráðherra sem fer með stjórn sveitarstjórnarmála í landinu.
Mikil verkefni blöstu við hinum nýja borgarstjóra. Heimsstyrjöld-
in sem þá var nýlokið hafði valdið geysilegu raski í Reykjavík og
þangað hafði legið stöðugur straumur fólks úr öðrum byggðarlög-
um. Mikilla framkvæmda var því þörf, ekki síst í húsnæðismálum,
en fjöldi fólks átti við gífurleg húsnæðisvandræði að stríða. En hér
var ekki auðvelt verk að vinna. Vegna efnahagsástandsins eftir stríð-