Andvari - 01.01.1986, Side 27
ANDVARI
GUNNAR THORODDSEN
25
stöð langt komin. A öðrum sviðum borgarmála lét borgarstjórinn
mikið til sín taka. Hugmyndir og upphaf að byggingu Borgarspítal-
ans má rekja til þessara ára. Heilsuverndarstöðin, hin fagra bygging
við Barónsstíg, er tekin í notkun. Borgin stendur fyrir margvísleg-
um nýjungum í skólamálum. Æskulýðsráð Reykjavíkur er stofnað.
Verulegar breytingar urðu á hag og starfsemi Borgarbókasafns
Reykjavíkur. Stofnað er til útivistarsvæðisins í Heiðmörk. Árbæjar-
safn stofnað. Sérstakt átak gert í fegrunarmálum og viðurkenningar
á því sviði teknar upp. Þýðingarmiklar skipulagsbreytingar voru
gerðar á Strætisvögnum Reykjavíkur. Og svo mætti lengi áfram telja.
Borgarstjórinn var heppinn með sitt samstarfsfólk hjá borginni og
naut hann ótvíræðrar vináttu og virðingar þess og bjó að því alla tíð.
Sjálfur sagði hann mér, að honum þætti vænt um þessi ár hjá borg-
inni, og þótt borgarstjórastarfið væri að hans mati eitt af því erilsam-
asta, sem hann hefði gegnt, hefði það þó þann ótvíræða kost að
menn sáu fljótt árangur verka sinna í lifandi dæmum sem borgarbú-
um urðu öllum til hagsbóta.“
Við má bæta að á þessum árum gekkst borgin fyrir miklum fram-
kvæmdum á sviði íþrótta og æskulýðsmála. Samstarf tókst um bygg-
ingu Laugardalshallar, Sundlaug Vesturbæjar var tekin í notkun og
íþróttafélögum borgarinnar var úthlutað eigin félagssvæðum, sem
síðar urðu undirstaða blómlegs starfs þeirra. Gunnar beitti sér mjög
fyrir stofnun Námsflokka Reykjavíkur og það var ekki síst fyrir til-
stilli hans að Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð 1950 og að hún lifði
af mikla byrjunarörðugleika.
Hér var því við mörg og ólík verkefni að glíma í ört vaxandi borg.
Gunnar var vinsæll borgarstjóri og það auðveldaði honum að gegna
svo umsvifamiklu framkvæmdastarfi. En því má heldur ekki gleyma
að hann naut dyggilegs stuðnings samhents meirihluta sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn alla sína tíð. Gunnar naut einnig, einkum eftir
því sem á leið, vaxandi vináttu og virðingar pólitískra andstæðinga í
borgarstjórninni. Svo segir Páll Líndal hrl. sem um tíu ára skeið var
einn nánasti samstarfsmaður Gunnars hjá Reykjavíkurborg:
„Það var í minnum haft þegar einn þeirra sagði eftir á, að hann
hefði í máli einu, sem Gunnar fylgdi fast eftir, greitt atkvæði með
því, þó að hann hefði í raun verið andvígur. Til skýringar lét hann
þau orð falla, að þessi afstaða hans hefði á því byggst „að blessaður
borgarstjórinn“ hefði einmitt átt afmæli daginn sem fundurinn var
haldinn!