Andvari - 01.01.1986, Page 29
ANDVARI
GUNNAR THORODDSEN
27
Áhugi var á því að hinir svonefndu lýðræðisflokkar, Alþýðuflokk-
ur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, kæmu sér saman um
einn frambjóðanda. Eftir viðræður forystumanna flokkanna kom í
ljós að miklum erfiðleikum yrði bundið að ná samkomulagi í því
efni.
Nafn Ásgeirs Ásgeirssonar alþingismanns og bankastjóra bar hátt
í umræðurini en hann hafði getið sér góðan orðstír sem forseti sam-
einaðs þings er alþingishátíðin fór fram á Þingvöllum 1930 og síðar
sem forsætisráðherra og þingmaður í nær 30 ár. Alþýðuflokkurinn
lýsti yfir fullum stuðningi við Ásgeir sem forsetaframbjóðanda, en
honum var hafnað af Framsóknarflokknum. Var þá ljóst að um
framboð hans myndi ekki nást samstaða lýðræðisflokkanna þriggja
og varð það til þess að hann hlaut ekki fylgi Sjálfstæðisflokksins sem
ella hefði getað komið til greina. Samkomulag náðist hins vegar milli
formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, Hermanns Jónassonar
og Ólafs Thors, um að þeir legðu til við flokka sína að styðja séra
Bjarna Jónsson vígslubiskup til forsetakjörs. Þessir tveir flokkar
stóðu saman að ríkisstjórn á þessum árum. Gunnar Thoroddsen
hafði ekki farið dult með þá skoðun sína að hann teldi að Ásgeir Ás-
geirsson hefði flesta þá kosti sem þyrfti til þessa æðsta embættis lýð-
veldisins. Á flokksfundi í Sjálfstæðisflokknum þar sem þessi mál
voru til umræðu greindi hann frá því að hann myndi þó styðja til
forsetakjörs hvorn þeirra bræðra sem væri, Ólaf Thors eða Thor
Thors. Ef hvorugur gæfl kost á sér myndi hann styðja Ásgeir Ás-
geirsson og leggja til að flokkurinn hefði ekki afskipti af kosningun-
um.
Hvorki Ólafur né Thor léðu máls á því að fara í forsetaframboð.
Að svo komnu máli greindi Gunnar Ölafi Thors frá því að hann
myndi styðja Ásgeir Ásgeirsson þrátt fyrir áform flokkanna tveggja
um að leggja séra Bjarna Jónssyni lið. Framsóknarflokkurinn sam-
þykkti að styðja framboð séra Bjarna. Snemma í maí var kallaður
saman flokksráðsfundur í Sjálfstæðisflokknum þar sem Ólafur
Thors flutti tillögu um að flokkurinn samþykkti að styðja séra
Bjarna Jónsson til forsetakjörs. Á þessum fundi lagði Gunnar til að
flokkurinn tæki ekki afstöðu til forsetaframbjóðenda og ætti ekki að-
ild að framboði til forsetakjörs, heldur léti sjálfstæðismönnum það
frjálst að velja þann sem þeir kysu helst. Við atkvæðagreiðslu á fund-
inum var tillaga Ólafs Thors samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta