Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 41

Andvari - 01.01.1986, Page 41
ANDVARI GUNNAR THORODDSEN 39 göngu og frumkvæði í þessum efnum. Unnið var að undirbúningi °S byggingu nýrra virkjana, Sigöldu- og Hrauneyjarfossvirkjunar og stækkun Búrfellsvirkjunar, auk rannsókna á virkjun í Blöndu og við Villinganes í Skagafirði. Þegar árið 1974 voru sett lög um Hitaveitu Suðurnesja og virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal. Orkubú Vestfjarða var síðan sett á laggirnar árið 1976. Grundvöllur að nýrri stóriðju var lagður með löggjöf sem Alþingi samþykkti 1975 um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði sem var sameign íslendinga og Norðmanna. Jafnframt var samningur- inn um álverksmiðjuna í Straumsvík tekinn til endurskoðunar 1976. Áður en ríkisstjórnin tók við völdum höfðu að frumkvæði fyrri stjórnar verið sett lög um jarðgufuvirkjun við Kröflu. Eftir að fram- kvæmdir hófust kom í ljós að forsendur um orkumagn svæðisins stóðust ekki svo sem við hafði verið búist og olli það vonbrigðum þar sem miklu hafði verið til kostað. Á sviði iðnaðarmála almennt er ástæða til að geta tveggja laga sem sett voru árið 1978. Hin fyrri voru ný almenn iðnaðarlög sem leystu eldri iðnlöggjöf af hólmi og taka til rekstrar hvers konar iðnaðar hér á landi í atvinnuskyni. Var slíkrar löggjafar orðin inikil þörf. Þá hafði ráðuneytið forgöngu um að sett var á laggirnar Iðntækni- stofnun íslands með sérstökum lögum. Hlutverk hennar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita iðnaðinum sérhæfða þjónustu á sviði tækni og stjórnunarmála og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda. Hefur þessi stofnun reynst hin gagnlegasta svo sem fyrirrennari hennar. Sem félagsmálaráðherra beitti Gunnar sér fyrir setningu fyrstu jafnréttislaganna, um jafnrétti kvenna og karla 1976, sem lengi hafði verið baráttumál samtaka kvenna, setningu nýrra byggingarlaga 1978 og endurskoðun laganna frá 1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur. Gunnar vildi færa þau í nútímalegra horf og stuðla með því að bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Leiddi sú endur- skoðun til lögfestingar nýrra ákvæða um hlutverk sáttasemjara ríkis- ins sem þá var gert að föstu embætti í fullu samráði við aðila vinnu- markaðarins. Þá skal þess og getið að á vorþinginu 1978 bar Gunnar, sem félags- málaráðherra, fram frumvarp að nýrri og merkri heildarlöggjöf um umhverfismál sem hafði að geyma mörg efnisleg nýmæli og umbæt- ur í stjórnsýslu á þessu sviði. Ríkisstjórnin lét af völdum skömmu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.