Andvari - 01.01.1986, Page 49
ANDVARI
GUNNAR THORODDSEN
47
þeirri óvægnu og í mörgu óréttmætu gagnrýni sem hann taldi ríkis-
stjórn sína hafa sætt. Yflr henni hvílir reisn og sannfæring þess
manns sem reynt hefur eftir bestu getu að leysa af hendi erfiðasta
verkefni lífsleiðar sinnar. Hún var jafnframt svanasöngur Gunnars
Thoroddsen sem stjórnmálamanns og þjóðarleiðtoga, það síðasta
sem hann ritaði. Tveimur mánuðum síðar var hann allur.
Um sumarið 1982 kom við læknisskoðun fram bólga í eitli í hálsi
Gunnars og gekkst hann undir aðgerð vegna þess. Við rannsókn var
talið að um hægfara eitlasjúkdóm væri að ræða, sem ekki þyrfti að
hafa sérstakar áhyggjur af. Við skoðun í desember sama ár kom hins
vegar í Ijós að sjúkdómurinn haföi þróast í hvítblæði. Var það bana-
mein hans. Hann lést níu mánuðum síðar, 25. september 1983. Út-
för hans var gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. september á
vegum ríkisstjórnarinnar að viðstöddu miklu Qölmenni.
16
Hér að framan hefur verið rætt um líf og starf Gunnars Thorodd-
sen sem fræðimanns, stjórnmálamanns og þjóðmálaskörungs.
En það er maðurinn Gunnar Thoroddsen sem eftirminnilegastur
verður öllum sem hann þekktu.
Lífið veittir enga forskrift um það hví menn verða leiðtogar þjóð-
ar sinnar. Þar ræður bæði auðna og þeir hæfileikar sem mönnum
eru gefnir í vöggugjöf. Hvort tveggja þetta átti Gunnar í ríkum
mæli. Hann var háttvís, höfðinglegur og aðlaðandi í framgöngu og
var gæddur þeim persónutöfrum sem heilluðu menn oft við fyrstu
kynni. Kímni hans var fáguð og hann kunni öðrum betur að slá á
hina léttari strengi mannlífsins, bæði í meðbyr og þegar á móti blés.
Frásagnargáfa hans var einstök, hvort sem sótt var í atvik líðandi
stundar eða til liðins tíma og með ljúfmennsku sinni og glaðværð brá
hann birtu og lit á leiðir samferðamanna sinna. Frá unga aldri var
hann kunnur fyrir mælskusnilld sína og kom þar bæði til fagurt mál,
rammíslenskt tungutak og yfirgripsmikil þekking á sögu lands og
líðandi stundar. Rökfestu hans, rökfimi og sannfæringarkrafti var
við brugðið og í kappræðum átti hann fáa sína líka.