Andvari - 01.01.1986, Page 58
56
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
Málsgreininni lýkur Jón reyndar með nokkum hálfkæringi. Hann virðist
taka átrúnaði Egils forföður síns á mátt skáldskaparins með nokkrum fyrir-
vara. Gaman þótti honum samt að segja frá þeim atburði er hann hitti
Óðin, skáldaguðinn sjálfan á samkomu uppi í Borgarfírði.
Eftir útkomu ljóðmælanna 1948 virðist Jón Helgason hafa lagt skáld-
skapinn á hilluna. Á þeim árum sem í hönd fóru hefur hann notað tóm-
stundir sínar til annarrar iðju. Það sem næst sást frá honum kvæðakyns
voru þýðingar sem út komu 1962 og hann nefndi Tuttugu erlend kvæði og
einu betur. Þessar þýðingar voru mönnum áður lítt eða ekki kunnar. Kvæðin
eru víða að, frá mörgum öldum og með ýmsu sniði. Að tímanum til ná þau
frá sjöttu öld fram undir aldamótin 1900, frá Columba hinum helga, eða
Kólumkilla til breska skáldsins Housmans. Flest kvæðanna eru þó frönsk.
Einkum virðast kvæði franska miðaldaskáldsins Francois Villon hafa verið
Jóni hughaldin. Eftir hann eru þrjú kvæði þýdd og eitt lagað að íslensku
þekkingarsviði, mætti kalla það sagnfært. Ekki er gott að segja hvað ráðið
hefur kvæðavali Jóns, en samt má benda á að þessi árin tekur hann að vinna
að mikilli útgáfu íslenskra fornkvæða og má vera að það starf hafi með ein-
hverjum hætti leitt hann inn á þessar brautir.
Hið síðasta sem birtist ljóðakyns frá Jóni Helgasyni var Kver með útlendum
kvœðum 1976, sjö þýdd kvæði, eins konar framhald fyrri þýðinga; enn er
víða leitað fanga um tíma og efni, allt frá Vedabókum Indlands úr æva-
fyrnsku til hinna köldu Norðurlanda sem eiga stærstan hluta þessarar
bókar.
Þó að samanburður verði ekki gerður er ljóst að þýðingar Jóns Helgason-
ar voru ekki hristar fram úr erminni. Eins og hann var manna nákvæmast-
ur í fræðastörfum bera og þýddu kvæðin vitni sömu eiginleikum mannsins
sem þeim sneri, skýrri hugsun, hagleik og kunnáttu, og eru þær merkilegt
framlag til íslenskra bókmennta.
Eftir fímmtugt frumorti Jón Helgason ekki svo kunnugt sé, en um það
leyti sem hann varð sjötíu og fímm ára orti hann þó lítið kvæði, þrjú erindi,
og hafði þá við orð að það mundi verða sitt síðasta, hvort sem svo hefur
orðið eða ekki:
Kom milda nótt sem mýkir dagsins sár,
kom morgunstund er fœrir Ijós og yl,
ég bíð þess eins að brátt ég liggi nár,
ég beiddist aldrei þess að verða til.