Andvari - 01.01.1986, Page 59
ANDVARI
NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP JÓNS HELGASONAR
57
Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann
sem þekkti vel hve lítil var hans dáð.
Feyk stormur tímans öllu sem ég ann,
lát arð minn jafnan því sem til var sáð.
Kom Ijúfa gleymska, leið mig þín á vit,
kom langa myrkur, vef mig þínum hjúþ.
Kom alda sterka hönd, lát hvert mitt rit
og hvert mitt kvœði sökkt í neðsta djúþ.
Jón Helgason hafBi á yngri árum ort um „hverfulleik blómsins og aldurs-
ins viðurstyggð". Víða í kvæðum hans frumortum og þýddum er þetta
stefíð. Tilfinning skáldsins andspænis hrörnun og gleymsku var sterk,
stundum sár, en einnig gremjuþrungin og kaldhæðnisleg. Af sama toga er
þetta ljóð, uppgjöf fyrir ósigrandi afli dauða og gleymsku. Það fjallar um
endi alls og ekkert er eftir skilið.
Skáldskapur Jóns Helgasonar er merkilegur þáttur í sögu íslenskrar ljóð-
listar og mikillar athygli verður. Jón var ekki mikill afkastamaður í ljóða-
gerð, en þar skipta gæði meira en magn. Hann átti marga aðdáendur þó að
hann stæði að sumu leyti utanhallt við þjóðgötuna. Hann var handrita-
fræðingur sem varpaði ljósi á kvæði og önnur ritverk fyrri alda fyrst og
fremst, en við það æfði hann líka íslenska skáldskaparíþrótt til mikillar full-
komnunar. Ekki er séð hvort svo fer sem hann ætlaði að hann yrði einna
síðastur til að yrkja eftir hefðbundinni íslenskri reglu. Ef svo verður er þó
gott til þess að vita að langri sögu ljúki með fullri reisn í kvæðum hans. Hitt
kynni líka að verða að kvæði hans brúuðu breitt bil milli tveggja hugmynda-
heima. Hefðu þau þá ekki verið til lítils kveðin.
Jón Helgason lést í Kaupmannahöfn 19. janúar 1986. Á þessu hausti (1986) kom útKvaða-
bók hans, safn frumkveðinna og þýddra ljóða skáldsins. Þar eru nokkur áður óbirt kvæði,
m- a- örfá frá efri árum skáldsins.
Aths. ritstj.