Andvari - 01.01.1986, Síða 71
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL, FRÆÐIMAÐUR OG SKÁLD
69
milli sögu og samtíðar, að hún frjóvgi hið rökvædda og tæknivædda þjóð-
félag með óaflátanlegri endursköpun menningararfsins. Þess vegna eru
hvort tveggja, tryggð og sköpun, forsendur hennar.
Að lokum langar mig að geta merkrar ritgerðar eftir Sigfús Daðason,
sem heitir „Veruleiki og yfírskin“.27) Sigfús ræðir þar um lifandi og dauða
þjóðmenningu og leggur áherslu á tengsl menningar og pólitískrar valda-
baráttu (sem hvorki Nordal né Ricoeur gera). Lifandi þjóðmenning er afl-
vaki þjóðlífsins, segir Sigfús. Hlutverk hennar er að: „. . . skilja og gera
skiljanlega stöðu þjóðarinnar, eðli og mótsagnir samfélagsins." Hún getur
aldrei sætt sig við „grófustu drætti skilgreiningar, við að skilja hlutina að-
eins að hálfu, en gera sér að öðru leyti þjóðsögur og ímyndanir að góðu.“
Hún hefur því „byltingarkennt inntak“ og lítur aldrei svo á að „góðir siðir“
eða borgaralegt velsæmi, eins og það er skilgreint á hverjum tíma, séu sjálf-
sagðir hlutir.
Fylgi þjóðmenning ekki þjóðfélagsveruleikanum, sé hún álitin „höfuð-
stóll þjóðarinnar“ sem verði að vernda og varðveita gegn breyttum tímum,
er hún dauð. Pess háttar menningu kallar Sigfús yfirskin. Því hefur til dæm-
is verið haldið fram að menningararfurinn hafí ráðið úrslitum sjálfstæðis-
baráttu okkar. Sigfús hafnar þessari skoðun, segir að menningararfurinn
hefði víst „riðið litlu móts við þá staðreynd að hér var þjóð vöknuð til lífsins
og krafðist réttar síns . . . að hér var ný menning í uppsiglingu, menning
sem varð afl í pólitískri ólgu þjóðarinnar."
Sé Sigfús maður pólitísks endurmats má kalla Sigurð Nordal mann
tryggðarinnar. Ekki svo að skilja að íslendingar eigi að snúa aftur til trúar
á Óðin. Það sem skiptir máli er að yfírvega hugsunina og þar með sam-
hengið í sögunni og menningunni. Þegar við skiljum þessa hugsun erum
við ævinlega að læra eitthvað um samtíðina. Skiljum við hana ekki eigum
við á hættu að verða að „ginningarfíflum tilverunnar“.