Andvari - 01.01.1986, Síða 75
GUNNAR KRISTJÁNSSON:
„Ef tii viir
Um trúarleg minni í Ijóðum Snorra Hjartarsonar
í tilefni af áttrœðisafmæli skáldsins 22. apríl 1986
1. Inngangur
Öll umræða um list og þá ekki síst ljóðlist verður fyrr eða síðar guðfræðileg.
Listamaðurinn túlkar margbreytilega reynslu sína og annarra og þá vakna
spurningar um líf mannsins, um mennsku og mannúð. Snorri Hjartarson
er í hópi slíkra skálda. í ljóðum hans skynjar lesandinn dýpt og trúverðug-
leika, glímu við mannlega tilvist, spurningar um líf og dauða, um von í
rökkvaðri veröld. Næmleiki skáldsins skynjar hverja hreyfingu, hverja
spurningu og prófar sérhvert svar, viðurkennir engar skinlausnir.
Á tímum kirkjufeðranna á annarri og þriðju öld var bókmenntum skipt
í tvo flokka: literatura og scriptura. Hið fyrrnefnda voru veraldlegar bók-
menntir en hið síðarnefnda trúarlegar. Slík skipting virðist hafa verið virk
fram undir þennan dag. En hún er löngu úrelt orðin. í svonefndum ver-
aldlegum bókmenntum þessarar og síðustu aldar hefur ekki síður en ann-
ars staðar verið fjallað um trúarlegar spurningar. Má benda á verk Dosto-
jevskís og ótal annarra rithöfunda í því sambandi. Með trúarlegum við-
fangsefnum er ekki endilega átt við kristileg viðfangsefni.
Bókmenntir eru áhugaverðar til guðfræðilegrar umQöllunar af ýmsum
ástæðum, öðrum en þeirri sem nefnd var í upphafi. Þær endurspegla hið
trúarlega í víðtækum skilningi, ýmist á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Þær
endurspegla orðalag hins trúarlega, þær bergmála orð og setningar úr
Biblíunni í ólíku samhengi og í ýmislegum tilgangi. Vissulega vísa skáldin
oft til ákveðinna goðsagna eða táknmynda, sem hafa almenna og djúptæka
skírskotun (Antigóna, Ödipus, Kassandra, Hamlet o. s. frv.) en engar vís-
anir eru eins algengar og í Biblíuna og hennar veröld, svo sem sköpunina,
syndafallið og íjölmörg önnur minni úr Gamla testamentinu. Einkum er
það þó Jesús sjálfur, sem vestrænar bókmenntir vísa sífellt til. Hvaða skáld
hefur ekki einhvern tíma tekist á við þjáninguna og vísað þá til hins útskúf-
aða og yfirgefna á krossinum; eða staðið í sporum hins smáa og umkomu-