Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 77
ANDVARI
„EF TIL VILL“
75
af því verður Qallað í stuttu máli um fáein ljóða skáldsins, sem hafa í sér
greinilega trúarlega skírskotun. Það skal tekið fram, að þar er engan veg-
inn um neina tæmandi upptalningu að ræða og því síður tæmandi umQöll-
un. Tilgangurinn er aðeins sá að vekja til umhugsunar um þennan þátt í
ljóðum Snorra. En fyrst nokkrar almennar athugasemdir.
2. Landið; orðið
Snorri Hjartarson er öðru fremur skáld náttúrunnar í vitund margra. Fá
ljóðskáld þessarar aldar hafa ort af slíkum næmleika og snilld um íslenska
náttúru. Þar er Snorri meistari í meðferð lita og forma og kemur honum
þar kunnátta á sviði málaralistarinnar að miklu gagni. Snorri hefur löngum
haft mikið dálæti á Jónasi Hallgrímssyni, sem hvað fegurst hefur ort um ís-
lenska náttúru. Þó yrkir Snorri um náttúruna á annan veg en Jónas. Mis-
munurinn felst ef til vill í því, að Jónas er jarðbundnari, náttúran er áþreif-
anlegri í ljóðum hans en Snorra. Vorið góða, lækurinn og hinir fögru smá-
vinir verður allt ótrúlega hlutkennt og raunverulegt í ljóðum listaskáldsins
góða. Jónas er að uppgötva fegurð landsins á öndverðri nítjándu öld. - Um
ljóð Snorra Hjartarsonar gegnir öðru máli.
Enginn kemst hjá því að veita athygli hinni djúpu og innilegu tilfinningu
skáldsins fyrir náttúrunni, allt að því lotningu. Landið, sem Snorri yrkir svo
mjög um, verður gagnsœtt eða - svo notað sé guðfræðilegt hugtak - sakra-
mentalt: hið forgengilega felur í sér skírskotun til hins óforgengilega, heil-
aga. Landið minnir skáldið á paradís, hið „þráða ástarland", það tekur á sig
svip táknmyndarinnar, verður eins konar mýta.2)
í beinu framhaldi af þessu er forvitnilegt að líta á þróun ljóðformsins hjá
Snorra. Hún er auðsæ af ljóðabókum skáldsins. Hver um sig ber vitni um
ákveðna þróun í átt til sífellt orðfærri og lausrímaðri ljóða. í þeirri þróun
virðist hvert orð vega sífellt þyngra eftir því sem formið verður einfaldara.
Stefna skáldsins virðist vera í áttina að „galdri einfaldleikans“3). Með ein-
földu ljóðformi verður orðið sjálft að því tákni, sem opnar leiðina - líkt og
náttúran — þangað sem skáldið vill leiða lesandann með sér. Þróunin er því
frá formi til orðs. Fullkomnun formsins leiddi til glímunnar við orðið.
Snorri er ekki aðeins meistari formsins heldur einnig orðsins.
3. Platónisminn
Nú mætti velta því fyrir sér, hvaða ástæður liggi til þess að Snorri skynjar
landið og orðið á þennan veg. Ein ástæðan er vafalaust sú, að hann hefur
sjálfur verið undir sterkum - einkum þó óbeinum — áhrifum af platónskri
heimspeki og koma þau áhrif víða fram. Snorri hefur tjáð mér, að hug-