Andvari - 01.01.1986, Page 84
82
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
í upphafí var hann borinn saman við Jónas Hallgrímsson. Nítjándu aid-
ar skáldin gátu ort af rómantískri innlifun, náttúran var eins og hún hafBi
alltaf verið. Veruleiki Snorra er annar, hin áþreifanlega náttúra er önnur,
örlög sköpunarverksins tvíræð, ábyrgð mannsins óendanlega mikil. Vit-
undin um hinn „platónska“ veruleika kallar skáldið ekki á flótta heldur til
ábyrgðar. Hlutverk skáldsins er ærið, segir Snorri, það er að „vekja sam-
kennd og samúð, opna augu fólks fyrir því sem fagurt er og gott, og þá
vissulega einnig hinu sem illt er og rangsnúið, túlka tilfinningar sínar og
viðhorf á þann hátt sem ljóðið eitt fær gert“35). Það er þessi vitund, sem sí-
fellt skýrar hefur þrengt sér í gegn, vitundin um rangsnúna veröld, um
varnarstríð hins góða og fagra í þeim heimi:
Fegurð og góðvild
þetta tvennt og eitt
hvað er umkomulausara
í rangsnúnum heimi
Og þó mest af öllu
og mun lifa allt.36>
TILVÍSANIR:
1) Pýski guðfræðingurinn Hans Kúng hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á þessari
þróun, sem hann nefnir „Paradigmenwechsel". Má benda á bók hans Theologie — wohin?
Auf dem Weg zu einem neuen Paradigma, Gutersloh 1984.
2) í greininni „Um skáldskap Snorra Hjartarsonar“, bls. 14 segir Hannes Pétursson (og er
þá að fjalla um Kvæði): „Pað, sem sker náttúru-lýrikk Snorra úr öðrum kvæðum þeirrar
tegundar, er hin næma, stundum ráðríka skynjun hans á litum landsins". Síðar í grein-
inni segir höfundur, að viðhorf hans til náttúrunnar taki nokkrum breytingum í Á Gnila-
heiði: „skáldið notar það (landslagið) í ríkara mæli til að bera boð frá hugsun sinni“, bls.
24.
3) Hjörtur Pálsson: „Hauströkkrið yfir mér“. Tímarit Máls og menningar 2/1981, bls. 139.
4) í grein þessari er nokkrum sinnum vísað til samtala, sem höfundur hefur átt við Snorra
Hjartarson.
5) Platónisminn er lífseigur. Áhrif hans hafa verið mest í hinum engilsaxneska heimi — ekki
hvað síst í Englandi og þá enskum bókmenntum, sem Snorri er vel kunnugur (sbr. áhrif
Yeats á Ijóð hans). í löndum mótmælenda hefur andstaða við platónska heimspeki verið
landlæg. Orð Heinrichs Böll, en hann var kaþólskur, sýna svipað viðhorf og hjá Snorra,
það er grundvallarreynsla mannsins, sem hann er að fjalla um, að „við vitum öll, jafnvel
þótt við viljum ekki kannast við það alltaf, að við eigum ekki heima hér á jörðinni. Að við
tilheyrum öðrum veruleika og erum af honum komin" (H. Kúng, Theol. und Lit., bls.
216.)