Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 92

Andvari - 01.01.1986, Page 92
90 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI Sjálfstætt fólk En víkjum nú nánar að Sjálfstœðu fólki og Bjarti í Sumarhúsum. Sumum þeim sem skrifuðu ritdóma um söguna virðist ekki hafa verið ljós írónían eða tvísæið í henni — og sumir vildu kannski ekki sjá það. Einhverjir töldu Bjart sjálfstæðan í raun og tóku þá kannski mið af ísak hjá Hamsun. Sjálf- stæðishugtakið er tvíbent í sögunni, og sama gildir reyndar um hugtakið „landnámsmaður" því um tíma heldur lesandinn ef til vill að Ingólfur Arn- arson Jónsson sé sá landnámsmaður sem heiti fyrsta bókahlutans vísar til (Landnámsmaður íslands). En fleira bendir til að þar sé átt við Bjart. Rauðsmýrarmaddaman og þeir sem voru sama sinnis og hún ræddu um nýbyggja til sveita sem landnámsmenn, eflaust undir áhrifum frá hug- myndafræði ungmennafélaganna. Dæmi um þetta orðfæri er „Byggingar- og landnámssjóður" sem ríkisstjórn Framsóknarflokksins stofnaði árið 1929. „Nemið land!“ hrópar Eiríkur Magnússon hrifinn í grein sinni um Markens gröde (Gróður jarðar) eftir Knut Hamsun í Iðunni árið 1926, og hann kallar ísak í Markens gröde Ingólf Arnarson byggðarlagsins. (274) Nafnið Ingólfur Arnarson vakti ýmis hugrenningatengsl hjá lesendum fjórða áratugarins. Fyrst ber auðvitað að nefna Ingólf með súlurnar. í ann- an stað má rifja upp að stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufé- laga árin 1925-36 hét svipuðu nafni (Ingólfur Bjarnarson). í þriðja lagi má nefna að Gunnar Gunnarsson hafði skrifað heilmikið um Ingólf, fyrst árið 1918 í Edbrödre (Fóstbræður), svo í Jord (Jörð) árið 1933 þar sem Ingólfur verður dýrkaður foringi, algóður og ofvaxinn — Skallagrímur kveður hann með orðinu „Hil!“ í Jord er dýrkun og ræktun jarðarinnar eitt aðalminnið, og blandast það saman við trú og dulhyggju. Ingólfur hjá Gunnari verður mikill forkólfur um jarðrækt og tignar goðmagnið „Jörð“. Leiðir saga þessi hugann að bókmenntum sem kenndar voru við blóð og jörð (Blut und Boden) í Þýskalandi. 1 fjórða lagi má geta þess að sósíalískir höfundar á íslandi spurðu einmitt um þetta leyti spurningarinnar hverjir námu land á íslandi og hverjir byggðu Reykjavík? Var það Ingólfur sem byggði hús, sló tún og hirti skepnur eða voru það þrælar hans? Gunnar Benediktsson skrifaði grein í Rétt árið 1930 og vakti athygli á að þrællinn Náttfari var reyndar fyrsti land- námsmaður íslands en ekki höfðinginn Ingólfur. Bjartur var „landnáms- maður íslands“ í sama skilningi og Náttfari en seinþreyttari til uppreisnar. í öðrum kafla Sjálfstœðs fólks gengur Bjartur bóndi um landnám sitt, bú- inn að fá sig fullsaddan af vinnumennsku og býður forlögunum byrginn með fyrsta orði sínu í sögunni sem er: „Nei“. í inngangskaflanum um Kólumkilla og Gunnvöru má segja að skáldið tjái hugmynd sína um sagnaritun fyrri tíma, um munnmæli og þjóðsögu. í öðrum kafla, „Jörðin", vísar skáldið í annars konar sagnaritun og nokkru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.