Andvari - 01.01.1986, Side 97
ANDVARI
BJARTUR OG SVEITASÆLAN
95
nokkru leyti „hetjur sakir valds“, en vald þeirra er miklu fremur andlegt en
veraldlegt. En það er athyglisvert hve andhverfa oflátungsháttarins var
Halldóri nærtæk; þetta birtist t. d. í því að inntakið í sögunni af Atla er ein-
mitt hvernig hann sigrast á oflátungshættinum og lærir auðmýkt, og líklega
gildir hið sama um Stein Elliða hvað svo sem sagt verður um Arnald í því
efni. Þetta samspil oflætis og auðmýktar er hliðstætt samspilinu milli hóru-
og guðsmóðurímyndar, t. d. í Vefaranum mikla frá Kasmír.
Éf reynt er nú að meta hetjuna Bjart í Sumarhúsum út frá þessu tekur
maður fyrst eftir að hann er einnig haldinn þessu oflæti og trúir á mátt sinn
og megin; en eins og í hinum dæmunum sigrar hið mjúka hið harða í sál
hans, og það er einmitt það sem gerist í lokaþætti verksins þar sem hann
gengur á fund stjúpdóttur sinnar. Með tilliti til hetjuskaparins getur maður
sagt um þetta að fyrst er Bjartur „hetja sakir tryggðar við vondan málstað“,
hann stendur einn og beinn í baki. Þegar á líður kemur í ljós að hann sýnist
aðeins vera sterkur, en bankinn og Jón á Mýri hafa hann í vasanum. Þá tel-
ur lesandi þó enn að hann sé dyggðug hetja því hann heldur fast við sið-
gæðismat sitt, trúna á frelsið og sjálfstæðið. Þótt lesandinn verði slíku sið-
gæðismati væntanlega smátt og smátt ósammála eftir því sem hann les
lengur, þá dáist hann að Bjarti fyrir að halda fast við hina vitlausu reglu
sína. Með lokaþætti verksins verður loks gengishækkun á hetjuskap Bjarts
í huga lesanda þegar hann verður „hetja sakir tryggðar við góðan málstað"
en ekki vondan.
í skáldsögum á árunum milli stríða voru hetjur oftast mun einfaldari í
sniðum en Bjartur. Þar nægir að benda á Björn formann í samnefndri sögu
(í samnefndu smásagnasafni árið 1930) eftir Davíð Þorvaldsson, og einyrkj-
ann Björn á Reyðarfelli sem Jón Magnússon orti ljóðaflokk um árið 1938.
Þetta voru kaldir kallar og unnu sig uppúr engu líkt og þeir Henry Ford
bílasali vestra og Stachanov metverkamaður eystra. Þá má minna á Sturlu
í Vogum og forvera hans Þorstein formann í Hraunkoti í Brennumönnum
Hagalíns sem eru eintrjáningar og fullkomnar hetjur í augum höfundar-
ins. Söguhetjur Hagalíns breytast sundum, t. d. Sturla sem ákveður að láta
af sérhyggju sinni, en eru mun einfaldari að gerð en Bjartur, meðal annars
vegna þess að afstaða höfundar til Bjarts er ekki einhlítt jákvæð.
Björn formaður, Björn á Reyðarfelli, Þorsteinn formaður og Sturla í
Vogum minna að sumu leyd á hetjur íslendingasagna. Þeir eru ýmist „hetj-
ur sakir valds“ eða „hetjur þrátt fyrir vondan málstað" í mínum augum. En
í augum höfundanna er málstaður þeirra - sem er einstaklingshyggjan -
góður. í því sambandi má líka rifja upp orð Guðmundar Finnbogasonar
um Einar Jónsson myndhöggvara, sem hann segir sverja sig í ætt forn-
skálda vorra: