Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1986, Side 101

Andvari - 01.01.1986, Side 101
MATTHÍAS JOHANNESSEN: í sólmánuði Hugsun hans fór hamförum. Hann skildi ekki hvers vegna hún trúði því ekki þegar hann sagði henni af þeirri reynslu sinni — að vísu undarlegri — að hann umbreyttist í tröllkarl sem var trúlofaður skessu vestan heiða. Jú, víst hafBi það gerzt og hann herti frásögnina af þeirri reynslu sinni þegar hún hafBi hvorki glennt upp augun né sperrt eyrun heldur maldað í móinn og neitað að trúa þessari hversdagslegu upplifun hans. Hann hafði að vísu eignazt þessa reynslu í huganum þótt hún væri honum jafnáþreifanlegur veruleiki og hvítfyssandi hafíð umhverfis hugmyndir hans eða eldgíginn sem reis úr þessu sama hafi og var enn volgur í austurhlíðum þótt gosinu hefði lokið fyrir heilum ára- tug. Hann hafði klappað þessu nýja fjalli eins og stóru dýri sem liggur fram á lappir sér og lygnir aftur augum eftir erfiði dagsins og þá hafði hann fundið ylinn af jörðinni í lófa sínum, síðan hafði hann brennt sig á fingur- gómunum. Hún hafði verið með honum og það þurfti ekki að sannfæra hana um ylinn af þessu hálfsofandi dýri við hraunhvassa ströndina. En nú lét hann hana eiga sig og sleppti ímyndunaraflinu lausu. Það var líkast því þegar vinnulúnum hesti er hleypt upp í girðingu þar sem aðrir hestar bíða hans. Þá hrifsar hann tauminn og lætur ekki að stjórn, heldur flýgur hann eins og ör beint af augum og enginn leið að hafa hemil á honum. Þannig bar ímyndunaraflið hann vestur heiðar. Hann var orðinn tröllkarl á leið til unnustunnar. Þegar hann kom þangað sem hún bjó var hún að heiman, en systir hennar var ein í bænum. Honum datt þá í hug að reyna að manga til við systurina en þá kom unnustan og varð hamslaus af bræði. Saman ráku þær systur hann af höndum sér og hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi austur jökla. Systurnar köstuðu grjóti á eftir honum. Hann átti fótum fjör að launa. En grjótið lenti í hafinu suður af landinu og skagar upp úr sjón- um vegna þess hraunið hefur ýmist runnið yfír öskuna eða askan lagzt yfír hraunið og hafíð hefur sorfið utan af þessum standmyndum og grasið fest rætur með hrafnaklukkum, sóleyjum og baunagrasi og hávaxinni hvönn sem honum þótti gott að naga eins og vindur sæki í móberg og hraunsyllur þar sem fuglinn verpir en lúðan sækir í sjóinn kringum blágrýtisklettana og bíður þess að gleypa þau egg sem til falla. Þegar hann kom aftur úr þessari löngu ferð inn á gróðurlaus öræfi hugans sóttu á hann þær staðreyndir sem fylgdu honum eftir inn í veruleikann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.