Andvari - 01.01.1986, Page 106
GUNNAR STEFÁNSSON:
Sjónarhóll sögumanns
Athugasemdir um sögur Indriða G. Þorsteinssonar
Haft er á orði að áhugi á smásagnagerð fari nú vaxandi eftir langt deyfðar-
tímabil. Víst er um það að nokkru meira hefur kveðið að smásagnasöfnum
höfunda á síðustu árum en löngum fyrr. Annars var blómaskeið smásagna-
ritunar á fyrri hluta aldarinnar og fram um miðbik hennar mjög bundið
grósku í tímaritaútgáfu á því skeiði. Þegar dofnaði yfír tímaritum varð það
til að þrengja kosti smásagnagerðar og rýra hlut hennar í bókmenntunum.
Ef um einhverja endurlífgun smásögunnar er nú að ræða sýnist mér þó
ekki unnt að þakka það tímaritunum nýju sem yfirleitt eru áhugalítil um
skáldskap. En listahátíð 1986 efndi til smásagnakeppni sem bar furðu mik-
inn árangur því að ekki færri en 370 sögur bárust. Nærri má geta að drýgst-
ur hluti þeirrar framleiðslu hafi verið lítils verður, en íjórtán sögur voru
gefnar út í bók á árinu (Almenna bókafélagið) og.voru þar allmargar sögur
álitlegar, fáeinar góðar. Sama forlag hefur nýlega gefið út stórt sýnisrit ís-
lenskra smásagna, frumsaminna og þýddra, sem Kristján Karlsson ritstýrði,
sjálfur sérstæður smásagnahöfundur. í sýnisritinu má fá allgott yfirlit um
þessa bókmenntagrein á íslensku þótt valið sé auðvitað umdeilanlegt eins
og gengur.^
í allri þessari smásagnaumræðu er vert að beina athygli að úrvali úr smá-
sögum Indriða G. Þorsteinssonar sem Helgi Sæmundsson tók saman og
nefnist Vafurlogar (Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1984). í bókinni eru fimm-
tán sögur, tólf úr sagnasöfnum Indriða þrem og þrjár úr tímaritum. Ind-
riði hefur ekki gefið út smásagnabók í tvo áratugi en þegar þetta er ritað
mun von á nýju safni frá honum. 1 ár er Indriði sextugur að aldri og hálfur
fjórði áratugur síðan hann kom fram á svið bókmenntanna, raunar sem
smásagnahöfundur. Smásögurnar hafa löngum staðið í skugga skáldsagna
hans. Samt eru þær engin aukageta á ritferli höfundar síns, skáldsögunum
nátengdar og sumar meðal þess besta sem hann hefur ritað. Vafurlogar eru
að minni hyggju mætavel heppnað úrval. Sést nú betur en áður hve fram-
arlega höfundurinn stendur á þessu sviði.