Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 116

Andvari - 01.01.1986, Page 116
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON: Gísli Brynjúlfsson og Norðurfari Sunnudaginn 27. febrúar 1848 ákváðu þrír ungir menn við nám í Kaup- mannahafnarháskóla að gefa út „skáldskapar-tímarit, sem við sjálfír gætum frjálslega ráðið stefnunni á óbugaðir af öllum eldri mönnurn." Heimildin um stofnun þessa rits er Dagbók í Höfn sem Gísli Brynjúlfsson ritaði árið 1848 og oft verður vitnað til hér á eftir. — Þremenningarnir hétu Benedikt Gröndal, Gísli Brynjúlfsson og Jón Thoroddsen, sem kallaði sig Jón Þórð- arson á þessum árum. Hann var þeirra elstur, fæddur 5. október 1818. Jón lauk stúdentsprófí frá Bessastaðaskóla árið 1840 og hóf háskólanám ári síðar. Hann fær þann vitnisburð hjá Benedikt Gröndal í Dœgradvöl að hann hafi verið „latur að lesa“, enda fór svo að hann lauk aldrei háskólaprófi í lögum eins og að var stefnt. Talið er að námið hafi gengið skrykkjótt, enda orti hann um sjálfan sig á þessa leið 1842: Ekki er sagan álitlig: úti á konu fjalla, bœði þý og búi mig brota-stúdent kalla.1 Hins vegar tók Jón virkan þátt í félagslífi og fundahöldum íslendinga og starfaði í Fjölnisfélaginu eins og þeir gerðu einnig Benedikt Gröndal og Gísli Brynjúlfsson. Benedikt Gröndal var fæddur 6. október 1826 og stúdent frá Bessastaða- skóla 1846. Eftir að hann hafði lokið tilskildum prófum hóf hann nám í náttúrufræði við Hafnarháskóla. Jafnframt vann hann ýmis önnur störf og má nefna að hann skrifaði upp ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar undir prentun 1847. Hann var einnig Konráði Gíslasyni til aðstoðar við orðabók- arstörf og er frá því greint í Dægradvöl. Gísli Brynjúlfsson var þeirra yngstur, fæddur 3. september 1827. Hann lauk stúdentsprófi frá Bessa- staðaskóla vorið 1845 og sigldi samsumars til Kaupmannahafnar og hóf nám í lögfræði að undirbúningsprófum loknum.2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.