Andvari - 01.01.1986, Síða 140
138
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
réttur strandríkja til 200 mílna efnahagslögsögu. Pessa niðurstöðu er erfitt
að skýra á grundvelli valdakenningar Morgenthaus.
Það eru einnig margar aðrar ástæður sem valda því, að mér finnst nauð-
synlegt að leita annarra vinnubragða og rannsóknarskema en valdakenn-
ingar Morgenthaus við greiningu á utanríkisstefnu smærri ríkja eins og
íslands. Pess vegna hef ég leitast við að greina utanríkisstefnu lýðveldisins
íslands á grundvelli þess sem ég kalla „átta mótandi atriði utanríkisstefnu“
svo sem sjá má í þessari grein.
Fullveldi og samvinna
Áður en lengra er haldið skal minnt á að eitt utanríkisstefnuatriði er
sjálfgefið fyrir öll ríki, smá eða stór, hefur alltaf verið það og verður vænt-
anlega alltaf. Petta er grundvallarstefnumarkið að tryggja fullveldi og við-
halda sjálfstœði ríkisins. Öll markmið utanríkisstefnu, öll samskipti við önnur
ríki, alþjóða- og fjölþjóðastofnanir, lúta þessu grundvallarstefnumiði allra
ríkja.
Möguleikar ríkis til þess að tryggja fullveldi sitt og sjálfstæði og viðhalda
því eru hornsteinar ríkistilverunnar sjálfrar. Án slíkra möguleika getur rík-
ið ekki viðhaldið myndugleika sínum og sjálfstæði innan landamæra sinna
og gegn hvers konar innlendri eða erlendri ögrun við þann myndugleika.
Af þessu leiðir að tilveru ríkisins mundi vera stofnað í hættu án þessara
möguleika. Þeir eru aðallega þrír:
1) Gagnkvæm viðurkenning annarra ríkja á fullveldi, sjálfstæði og yfir-
ráðarétti ríkisins yfir landsvæði sínu.
2) Valdið, sem ríkið getur sjálft tryggt sér innanlands með eigin herstyrk
og lögreglu.
3) Vald bandalaga, sem ríkið getur átt aðild að til sameiginlegra varna,
eins og Atlantshafsbandalagið.
í þessu sambandi er einnig rétt að minnast á það traust og hald sem ríki
geta sótt í grundvallarákvæði alþjóðalaga eins og til þeirra hefur verið
stofnað með venjurétti, milliríkjasamningum og alþjóðasamningum.
Stórveldin, með sína miklu hernaðarlegu, tæknilegu og efnahagslegu
möguleika, hafa innan sinna eigin landamæra valdið til þess að verja sig, og
viðhalda fullveldi sínu og sjálfstæði gegn hvers konar ögrun. En fyrir smá-
ríki, eins og ísland, er virðing og viðurkenning annarra ríkja á sjálfstæði
þess og fullveldi forsenda fyrir tilveru þess. Pessi viðurkenning fæst ýmist
með orðsendingaskiptum eða yfirlýsingum, með gagnkvæmri skipun
sendiherra eða með gagnkvæmri viðurkenningu vegna samvinnu og sam-